Freyr - 01.02.2004, Blaðsíða 18
Regn á opið flag eöa ógróið land
• Yfirborðið verður fyrir orku
regndropanna
• Bygging jarðvegsins hættir til að
splundrast og rétt neöan
yfirborðs getur jarðvegur þést
• Á yfirborði myndast vatnsósa
lag. Jarövegur skolast til og
rennur til með yfirborðsvatni
• Eftir rigningu myndast oft skán á
flaginu sem tefur fyrir spirun og
er veik fyrir frekara rofi
Sterk bygging og hratt flæði i
jarðveginn er besta vörnin gegn
vatnsrofi
3. mynd. Áhrif regndropa á opið falg myndun vatnssósa yfirborðs (4).
Varnir gegn þjöppun
Þar sem reglur um góða búskap-
arhætti eru ítarlegar eða lög og
reglur um jarðvegsvemd og álag á
jarðveg em í gildi er lögð áhersla
á að umferð sé hagað þannig að
ekki hljótist langvarandi skaði af
og frjósemi landsins dali. Þessu
má helst ná með því að:
* Forðast óþarfa umferð með
þungum tækjum
* Nota tæki og tækni sem veldur
ekki þjöppun jarðvegs og
breytingum á byggingu hans
* Taka tillit til þess að þurr jarð-
vegur hefur mun meira burðar-
þol en rakur eða blautur jarð-
vegur og forðast því umferð
um blautt land.
Fyrirbyggjandi jarðvegsvernd
stefnir að því að forðast þjöppun
sem veikir byggingu jarðvegsins,
Vatnsrásir i opnu flagi
. Regnvatn nær ekki að síga
niður
• Jarðvegur oft þéttastur í
hjólförum og sáðröðum og þar
myndast smáseytlur
• Jarðvegsrofið er nokkuð jafnt
af landinu og er kallað lagrof
• Þar sem mikill vatnsgangur er
geta stórar vatnsrásir myndast
Gróður, hálmureða annað, sem
þekur eða lokar yfirborðinu, er
besta vörnin gegn lagrofi
4. mynd. Vatnsrásir i flagi sem gengið hefur verið frá (4).
minnkar rými stórra holna og þar
með aðgang lofts að jarðveginum.
Það á að draga úr hættu á að fijó-
semi landsins minnki og að upp-
skera rými vegna þjöppunar.
Rof á ræktuðu landi
A Islandi er túnrækt ríkjandi og
á túnum er yfirleitt ekkert rof.
Með aukinni akuryrkju er meira
um opin flög og hætta á rofi eykst.
Islenskur jarðvegur er að eðli til
fokgjam og hætta á rofi því mikil
ef rofvaldar ná sér á strik. Þetta er
alkunna og merki um gífurlegt rof
em vel þekkt og sýnileg um allt
land. Rofgimi íslensks jarðvegs
byggist á því að komastærðin er
yfirleitt fínn sandur og méla, en
leir, sem bindur agnir jarðvegsins
saman í stöðugar stórar einingar,
er af skomum skammti. Auk þess
er Island vindasamt og hætta á
vindrofí því mikil.
Vatnsrof
Vatnsrof verður vegna vatns
sem rennur til á yfirborði. Regn-
dropar losa um jarðveginn, efsta
lagið veðst upp og skolast til (3.
mynd). Þar sem vatn safnast fyrir
getur það myndað seytlur sem
bera jarðveg með sér. Stundum er
tilfærslan einungis innan akursins
en þar sem gruggugt vatn rennur
af akrinum glatast jarðvegur af
honum. Þetta rof er kallað lagrof
(sheet erosion, 4. mynd). Ef það
er lítið ber ekki mikið á því og er
víða vanmetið. Langtímaáhrifin,
eru stöðugt tap á frjósamasta lagi
jarðvegsins, ásamt næringarefn-
um og lífrænum efnum sem þá
þarf stöðugt að endumýja. Með
tímanum getur mun ófrjósamara
eða grýtt undirlag komið upp en
þá hefur frjósemi landsins beðið
varanlegan skaða. I gömlum
ræktunarlöndum eru ótal dæmi til
um að efst í brekkum sé jarðveg-
ur þunnur og grýttur en mun
þykkari i brekkurótum. Víða má
114 - Freyr 1/2004