Freyr - 01.02.2004, Page 20
Land Jardvegsdýpt m Hámarks tap þurrefnis tonn/ha
Ástralía > 1,5 10
1 - 1,5 5
< 1,0 1
Sviss >0,7 4
<0,7 2
1. tafla. Viðmiðurnarstæröir fyrir hámarksrof af akurlendi í Astralíu 3) og í
Sviss (5). Tonn/ha á ári að meðaltali.
er meðal árlegt rof af völdum
vatns af stærðargráðunni 10
tonn/ha en meðalrof allt að um
100 tonn/ha er einnig þekkt. Stór
hluti þessa rofs er tilfærsla innan
akursins eða vatnasviðs þannig að
efst í brekkum verður jarðvegur
þunnur en þykknar í brekkurótun-
um eða verður eftir sem set í
lægðum, skurðum, tjömum og
vötnum. Langtímatjón er verulegt
þar sem frjósemi jarðvegs efst í
brekkum minnkar en eykst að
jafnaði ekki að sama skapi með
stöðugt þykkari jarðvegi þar sem
lægra ber. Tjón getur einnig verið
þar sem tjamir eða vötn fyllast af
seti og mikið af næringarefnum
berst í vatnakerfið.
Það er algengt markmið að lág-
marka rof af ökrum eins og frek-
ast er unnt án þess að einhverjar
tölur séu gefnar upp. Það er einn-
ig til að stefnt skuli að því að rof
sé ekki meira en sem nemur ný-
myndun jarðvegs og halda þannig
jafnvægi. Nýmyndun jarðvegs er
hins vegar mjög hæg. I Evrópu er
áætlað að árleg nýmyndun sé 0,1
- 1,0 tonn/ha á lausu undirlagi en
einungis 0,01 - 0,1 tonn/ha þar
sem undirlagið er þétt (9). I Astr-
alíu er unnið með stærðunum 0,02
- 0,4 tonn sem árlegri nýmyndun
með veðmn á bergi (3).
Þegar sett em mörk um árlegt
hámarksrof, sem unað verður við,
er það aðallega á bilinu 1-15
tonn/ha (9). Fer það eftir aðstæð-
um, sérstaklega dýpt jarðvegsins,
hvaða hámark er sett. Dæmi um
mörk um hámarksrof, sem unnið
er eftir, má t.d. taka frá þeim ólíku
löndum Sviss (5) og Astralíu (3). I
Astralíu er tekið tillit til mun
þykkri jarðvegs (1. tafla) en í Sviss
og kemur þar til munur á náttúm
þessara landa. Þegar litið er til
jarðvegs, sem er innan við 1 m að
þykkt, þá em viðmiðunarmörkin
strangari í Astralíu, en í raun er
stærðargráðan svipuð. Hámarks-
tapið, 10 tonn/ha, samavarar um 1
mm jarðvegs í þessum löndum.
Þegar litið er til Islands þarf að
taka tillit til þess að jarðvegur hér
er mun léttari í sér. Ætla má að á
akurlendi á mýrarjörð séu um 200
- 300 tonn þurrefnis á ha í efstu 10
cm mýrarjarðvegs, 400 - 600
tonn/ha í móajarðvegi og um 1000
tonn/ha í sandjarðvegi. Ef árlegt
hámarks meðaltap upp á 5 tonn/ha
yrði viðmiðun á djúpum jarðvegi
þá mundu 10 cm lag tapast á 40 -
60 ámm á mýrarjörð, á 100 — 120
árum á móajörð og á 200 ámm á
sandjörð. Þetta gefur hugmynd
um stærðargráður, bæði þykkt og
tíma. Á búskapartíma hvers bónda
er þetta ekki mikið en sé litið til
nokkurra alda er ljóst að huga þarf
að tapi á jarðvegi af ökrum hér
ekki síður en annars staðar.
Lokaorð
Það má heita merkilegt að rann-
sóknir þeirra Magnúsar og Ottars
hafi ekki vakið meiri athygli þar
sem niðurstöður þeirra benda til
ótrúlega mikils uppskemtaps
vegna þjöppunar. Það kann að
vera að tilraunin hafi verið gerð á
viðkvæmu mýrlendi og ekki hægt
að yfirfæra niðurstöður á þurrara
land. Þetta hefúr samt ekki leitt til
viðbragða og viðleitni til að draga
úr umferð eða vinna með léttari
tækjum. Þvert á móti hafa tæki
þyngst til muna án þess að athug-
að hafí verið hvaða áhrif hin
þungu tæki hafa.
Smávægilegt rof af ökmm sést
ekki í fljótu bragði. Árlegt tap upp
á 1 - 2 mm er það lítið að ekki sést
á flaginu og það er einnig erfitt að
koma við mælinum á svona litlu
tapi. Þetta em samt þær stærðar-
gráður sem nágrannþjóðir okkar
vilja ekki að náist, þar er stefht að
tapi sem er innan við 1 mm. Aukist
akuryrkja, eins og allt virðist benda
til og er rnjög jákvætt, þá er þetta
atriði sem hafa þarf í huga ffá upp-
hafi. Slys, þar sem mikið fýkur úr
flögum eða vatnsrof er vemlegt, má
ekki gerast og ef það gerist, gerist
það ekki nema einu sinni. Við höf-
um ekki efni á að glata okkar bestu
ræktunarmold með rofi.
Heimildir
1. Árni Snæbjörnsson, 1987.
Framræsla. Búnaðarfélag Is-
lands. Fræðslurit nr. 8: 35 bls.
2. Ámi Snæbjömsson, 1992. Um
þjöppun jarðvegs. Rit Búvís-
indadeildar 1: 93-101
3. Department of Land and Water
Conservation 2000. Soil and
Landscape Issues in Environ-
mental Impact Assessment.
Technical Report No 34, 2nd
edition, NSW Department of
Land and Water Conservation.
4. Frielingshaus, Monika 2001.
Erosionsformen. í Blume H.-R
og fleiri (útg.) Handbuch der
Framhald á bls. 26
116 - Freyr 1/2004