Freyr - 01.02.2004, Blaðsíða 33
spumingunni að ofan. Tilgangur-
inn með því að kafa dýpra er æv-
inlega sá að auka skilning og lýsa
betur þeim raunveruleika sem til
umfjöllunar er hverju sinni. Hins
vegar em takmörk fýrir öllu, og
eftirfarandi atriði er gott að hafa í
huga í þessu sambandi:
* Greina þarf þær breytur, sem
mest áhrif hafa á útkomu líka-
nútreikninga. Þetta er gert með
sk. næmisgreiningum.
* Samræmi þarf að vera innan
líkansins í því hversu djúpt er
kafað.
DÆMI UM REIKNILÍKÖN í ÍS-
LENSKUM LANDBÚNAÐI
Unnið hefur verið að verkefni á
RALA undanfarin ár í samvinnu
við hinar Norðurlandaþjóðimar
sem felst í því að gera “kvikt
gangverkslíkan” af mjólkurkú,
sem lýsir meltingu og efnaskipt-
um kýrinnar, og gefúr út mjólkur-
ffamleiðsluspá út ffá upplýsing-
um um magn, efnasamsetningu og
aðra eiginleika fóðurs, ásamt upp-
lýsingum um þunga kýrinnar og
stöðu á mjaltaskeiði. Því líkani er
ætlað að auka nákvæmni í fóðmn
mjólkurkúa, eins og gerð var
grein fyrir í nautgriparæktarblaði
Freys sl. haust (Jóhannes Svein-
bjömsson, 2003) og ítarlegar á
Fræðaþingi landbúnaðarins nú í
vetur (Jóhannes Sveinbjömsson
og Bragi L. Ólafsson, 2004).
Nokkur önnur dæmi em um
viðamikil reiknilíkön sem þróuð
hafa verið með tilliti til íslensks
landbúnaðar. Hermilíkan fyrir
heyskap var þróað með það fýrir
augum að herma eftir vinnu við
heyskap og fylgjast með heyfeng
og tilkostnaði (Gísli Sverrisson,
1999). Reiknilíkan af kúabúi, sem
unnið var að fyrir tæpum aldar-
fjórðungi, (Gunnar Sigurðsson
o.fl., 1980; Hólmgeir Bjömsson,
1985) hafði það að markmiði að
kanna áhrif ýmissa þátta á afkomu
kúabús, t.d. heygæða, túnstærðar
og afurðagetu gripa við mismun-
andi verðhlutföll áburðar og
kjamfóðurs. Niðurstöður líkantil-
rauna beindu mjög sjónum manna
að sláttutíma sem mikilli lykil-
stærð í hagkvæmni kúabúa og má
fullyrða að rannsókna- og leið-
beiningastarf síðan hefur tekið
mjög mið af þessum niðurstöðum.
Nýlegt verkefni (fngvar Bjöms-
son, 2001) þar sem hannað var
reiknilíkan til að skoða hag-
kvæmni mismunandi jarðræktar-
skipulags á kúabúum gefur mögu-
leika á að skoða nokkuð fjöl-
breyttar leiðir í fóðuröflun m.t.t.
afurðastigs, endurræktunartíðni,
burðartíma o.fl. þátta er áhrif hafa
á hagkvæmni.
Síðast en ekki síst er rétt að
nefna að þau kynbótakerfi, sem
notuð em í dag í nautgripa- sauð-
fjár- og hrossarækt, byggja á all-
flóknum reiknilíkönum sem þó
em töluvert annars eðlis en þau
sem nefnd vom á undan. Öll eiga
þessi reiknilíkön þó sameiginlegt
að þau byggja á afli tölva og hef-
ur gríðarhröð þróun í tölvumálum
á undanfömum 2-3 áratugum ger-
breytt möguleikum manna á að
nýta sér slík líkön.
Heimildir:
AFRC. 1990. Nutrient require-
ments of ruminant animals: en-
ergy. Nutrition Abstracts and
Reviews (Series B), 60: 729-804.
Czerkawski, J. W. 1986. An
introduction to mmen studies.
Pergamon press.
Gísli Sverrisson, 1999. Hermi-
líkan fyrir heyskap. Ráðunauta-
fundur, 1999: 145-150.
Gunnar Sigurðsson, Helgi Sig-
valdason, Hólmgeir Bjömsson,
Ketill A. Hannesson, Páll Jensson
og Sigfús Ólafsson, 1980.
Reiknilíkan af mjólkurframleiðslu
kúabúa. Fjölrit Rala nr. 56, 80
bls.
Hólmgeir Bjömsson, 1985.
Reiknilíkan af kúabúi. Freyr, 81,
710-715.
Ingvar Bjömsson, 2001. Gróf-
fóður á kúabúum. Rit búvísinda-
deildar nr. 25., 40 bls. Landbúnað-
arháskólinn á Hvanneyri.
Jóhannes Sveinbjömsson, 2003.
Fóðurmatskerfí fyrir mjólkurkýr
byggt á hermilíkönum af meltingu
og efnaskiptum. Freyr, 9, 23-27.
Jóhannes Sveinbjörnsson og
Bragi L. Ólafsson, 2004. Karól-
ína- hermilíkan fyrir fóðurmat.
Ráðunautafundur, 2004: 143-155.
Thomley, J.H.M. & Johnson,
I.R., 1990. Plant and crop model-
ling. A mathematical approach to
plant and crop physiology. Clar-
endon Press, Oxford, 669 bls.
Freyr 1/2004 - 29 |