Freyr

Árgangur

Freyr - 01.04.2004, Blaðsíða 11

Freyr - 01.04.2004, Blaðsíða 11
og fáum ostamysu frá mjólkur- samlaginu og notum mikið af henni og hún fylgir nautunum al- veg til slátrunar. Það eru helstu drykkjarfong þeirra. Asamt þessu hafa þeir svo frjálsan aðgang að heyi, þ.e. rúllum. Til þess að ná nautum, einkum íslenskum, í það gott eldi að þeir flokkist vel þá kann ég ekki að gera það öðruvísi en að gefa þeim töluvert kjamfóður fyrir slátrun og við höfum notað þar eigið bygg- Hvað gerið þið gripina gamla? Við ölum þá upp í u.þ.b. tvegg- ja ára aldur og í seinni tíð höfum við ekki gelt þá, en það var gert áður. Jafnframt því þá em gripim- ir alveg aldir á húsi. Kvígur, sem eiga að fara í mjólkurframleiðslu, em hins vegar hafðar úti á beit á sumrin þegar þær hafa aldur til. Kjötvigt? Meðalfallþungi gripanna er um 260 kg. Blendingamir em vem- lega þyngri og fara gjaman vel yf- ir 300 kg. Þyngsti gripur okkar fór í 418 kg kjötvigt. Við vigtuðum hann á bílavog og hann var rétt um 800 kg á fæti. Hann var hálfur Limousín. Við leggjum inn árlega rúmlega 100 gripi, og innleggið er alls 30 - 35 tonn. Sala á nautakjöti Markaðsfærslan á kjötinu. Þið önnuðust hana lengi vel sjálfir? Já, faðir minn og Ingimar seldu á tímabili Hótel Sögu allt kjötið. Seinna tók Hótel Loftleiðir við og þá var öllu lógað á haustin og það komu menn frá hótelinu austur og vom dögum saman hjá okkur og úrbeinuðu kjötið. Núorðið er verið að lóga jafnt og þétt, í hverjum mánuði. Við vomm að selja þetta sjálfir, mikil ósköp, og skiptum við ýmis kjö- Kýrnar að gæða sér á fóðurkálsrúllu. tvinnslufyrirtæki, en síðan harðn- aði þessi markaður og fór að verða mjög erfiður. Þessari beinu sölu okkar lauk með skelfilegum ummælum, segi ég alltaf, þegar forráðamenn Ferskra kjötvara sögðu við mig: Það er ómögulegt að kaupa af þér kjötið lengur, það fer alltof mikið í góða flokka. Svona er þetta og þeir sögðu að þeim þætti ekkert gott að þurfa að segja þetta við mig. Auðvitað vor- um við að leitast við að fá góða flokkun á kjötið því að öðmvísi skilar þetta engu, þannig að ég var ekkert glaður að heyra þetta. En markaðurinn var bara farinn í því- líka vitleysu að verðið fór að ráða öllu en gæðin sátu á hakanum og, eins og þeir sögðu, það er aðili hér við hliðina á okkur og hann er að kaupa inn ódýrari flokka og selur það í búðir allt á sama verði. Hvar slátrið þið núna? Ekki á Austurlandi, þar er ekki lengur slátrað nautgripum og sauðfjárslátmn reyndar líka hætt. Nú fara gripimir frá okkur norður á Akureyri með þónokkmm auka- kostnaði. Og það sem mér fínnst verra er að ég hef misst svolítið metnaðinn fyrir því að framleiða gæðakjöt, bæði með þessari pínu að það sé jafnvel kvartað undan góðu kjöti og svo er hitt að við fómm alltaf í sláturhúsið og fylgdumst með föllunum, þ.e. hvar vom þau stödd með fitusöfn- un og slíkt. En þú telur að það sé grund- völlur fyrir að halda uppi markaði fyrir gæðanautakjöt hér á mark- aði? Já, ég vil ekki trúa öðm. Nauta- kjöt og nautakjöt er ekki það sama. Það er geysilegur gæða- munur þar á ferð og það er ekki til að byggja upp markað að neyt- andinn geti ekki treyst því hvað hann er að fá. Segjum að fólk sé að bjóða til sín gestum í mat og það hitti á seigt og vont nautakjöt. Ég er ekki viss um að það leggi í slík kaup aftur. Þess vegna þurfum við með einhverjum ráðum að tryggja framboð á úrvalsgóðu nautakjöti. Við getum framleitt það og það Freyr 3/2004 - 11 |
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.