Freyr - 01.04.2004, Blaðsíða 58
Fyrri lota (50-70 sprettudagar)
Sumarrepja
Sumarrýgresi
Sumarhafrar
Sumarrepja + sumarrýgresi
Seinní lota (frá 70. sprettudegi)
Vetrarrýgresi
Vetrarhafrar
Vetrarrepja
Vetrarrepja + vetrarrýgresi
Vetrarrepja + vetrarhafrar
Á 60.-70. degi, þegar bygg og
sumarrýgresi var rétt að heQa
skrið og sumarrepja að blómstra
var nýtingin, (mæld með því að
| 58 - Freyr 3/2004
2. mynd. Eftir beit á vetrarrepju 84 dögum eftir sáningu. Blöð eru étin en
stöngiar og blaðstilkar eru skilin eftir.
það land sem þeim er boðið,
traðka fóðrið niður og menga með
skít, og enn meira þegar fóðrið er
gott svo að ræpan stendur aftur úr
þeim. Til að nýta grænfóður á beit
er því um tvo kosti að ræða, að slá
það og færa kúnum á jötu, beiti-
land eða gerði (núllbeit), eða hins
vegar að randbeita.
Fyrri kosturinn, núllbeit, hefur
augljósa kosti; ekkert fóður
skemmist af traðki eða saurmeng-
un og það er auðvelt að skammta
kúnum það fóður sem menn vilja.
Á hina hliðina kemur að til að þetta
gangi lipurlega fýrir sig þarf við-
eigandi tækjakost sem slær fóðrið
og flytur beint á vagn. Slíkur véla-
kostur er mjög óvíða til enda bygg-
ir önnur fóðuröflun á allt öðrum
forsendum. Þessi aðferð hefur ver-
ið reynd á Hvanneyri og þótt takast
vel þó að engar mælingar hafi ver-
ið gerðar. Almennt er í raun varla
kostur á öðru en randbeit.
Yfirleitt hefur verið gengið út
frá því að nýting fóðurs á randbeit
sé mjög góð. Ekki hafa verið
gerðar miklar rannsóknir á þessu
hér á landi. Ema Bjamadóttir fann
að kýr nýttu sumarhafra illa, en al-
mennt hefur verið gert ráð fyrir
mjög góðri nýtingu. I yfirgrips-
mikilli grein Þórodds Sveinssonar
og Gunnars Ríkharðssonar á
Ráðunautafundi 1991 gerðu þeir
ráð fyrir að grösin (bygg, hafrar
og rýgresi) nýttust 70-80%, vetr-
arrýgresi best, en vetrarrepja og
næpur nýtust 91%.
Reynsla af athugun sem gerð
var á Hvanneyri síðastliðið sumar
með tilstyrk Átaksverkefnis í
nautgriparækt leiddi annað í ljós.
Þar var kúahóp boðið á kaffiter-
íu í tveim lotum. Kýmar vom um
30 og höfðu aðeins 50 metra
skára til bíta. Þær vom settar á
beit eftir morgunmjaltir og var
haldið að skáranum þar til allar
vom hættar að bíta sem tók yfír-
leitt um klukkutíma. Rafstrengur
var færður um tvo metra í hvert
sinn sem kúnum var hleypt á
landið. Boðið var upp á eftirfar-
andi tegundir:
3. mynd. Eftir beit á vetrarrýgresi 84 dögum eftir sáningu. Nýtingin er greini-
lega allgóð en tveggja metra tilrærsla er greinilega i mesta lagi.