Freyr

Árgangur

Freyr - 01.04.2004, Blaðsíða 32

Freyr - 01.04.2004, Blaðsíða 32
marki fyrr en þær eru komnar yfír þetta lágmark. Það hefur komið greinilega fram í erlendum rann- sóknum að hjá kúm þar sem egg- los hefst seint eftir burð (eftir 50 daga frá burði) er frjósemi kúnna, metin sem haldprósenta, verulega slakari en hjá hinum þar sem starfsemi hefst á eðlilegan hátt. Akveðnar vísbendingar eru um að orkujafnvægið á fyrstu vikunum eftir burðinn hafí varanleg áhrif á gæði eggfrumna hjá kúnum síðar á mjaltaskeiðinu. Þetta er talið eiga sér eðlilegar skýringar í því að vöxtur þeirra er þá hafínn og hormónaframleiðsla á þessum tíma hafi því áhrif á þroska þeirra og leiði af sér slakari gæði egg- frumanna en ella ef orkuvöntun úr fóðrinu er umtalsverð. Það skal nefnt að danskur vís- indamaður, N.C. Friggens, hefur unnið að því að byggja upp módel um frjósemi mjólkurkúa þar sem hann skoðar hana sem samspil fleiri mjólkurskeiða hjá henni. Þetta verður ekki rakið frekar hér en hér er um mjög áhugaverðar hugmyndir að ræða sem byggja í sinni einfoldustu mynd á því að kýrin hafí sitt innra stjómkerfí sem ráði því hvenær hún sé tilbú- in að hefja undirbúning að nýju mjólkurskeiði. Ef reynt sé að fá hana til að festa fang fyrr sé það ekki líklegt til mikils árangurs. Ahugasömum lesendum er aðeins bent á þessa grein, vilji þeir kynna sér hugmyndimar frekar. Frjósemi kúnna stýrist af mjög flóknu samspili fjölmargra horm- óna. Hér verður ekki gerð nein til- raun til að fjalla um það enda samspilið mjög flókið og fjarri því að enn sé fyrir hendi nein algild þekking á orsökum og afleiðing- um í því samspili. Á það skal samt bent að vexti og þroska eggfmm- unnar er stjómað af fjölda horm- óna og styrkur þeirra og samspil þeirra á milli getur haft veruleg áhrif á gæði eggfrumunnar. Einn- ig er margt í sambandi við það hvað stýri því að tiltekin egg- fruma nær lokaþroska á sama tíma og aðrar falla út á þroskaskeiðinu enn á huldu en þar er fjöldi horm- óna sem hefur áhrif. Minnt er á að yfirleitt losa kýmar aðeins eitt egg við hvert beiðsli, öfugt við t.d. ær. Síðan ræður einnig miklu um frjó- semi hjá kúnum hvort frjóvguð eggfruman nær að festast í leginu og vaxa þar í fullburða kálf í tím- ans rás. Flókið hormónasamspil hefur mikil áhrif á næringarástand í leginu og möguleika fóstursins á fyrstu stigum til að ná áfallalaus- um áframhaldandi vexti. Talsverð affoll verða á frjóvguðum egg- fmmum vegna þess að hlekkur brestur á þessum þrepum. HVERS VEGNA SKERÐIST FRJÓ- SEMl HJÁ HÁMJÓLKA KÚM? Hollendingurinn Veerkamp ásamt samstarfsmönnum sínum skrifar feikilega viðamikla yfír- litsgrein þar sem hann hefur skoðað niðurstöður úr öllum sam- anburðartilraunum sem gerðar hafa verið með að bera saman kýr sem að erfðaeðli hafa mjög ólíka afkastagetu. Hér er um að ræða tilraunir þar sem um er að ræða nákvæmar mælingar á efnajafn- vægi kúnna, frjósemi hjá þeim og mælingum á fjölda hormóna sem tengjast efnaskiptum og mögu- lega frjóseminni. Um leið eru þetta kýr með erfðalega mjög ólíkan grunn með tilliti til af- kastagetu. Á þennan hátt gera þeir sér vonir um að geta komist nær því að fínna hvaða þættir ráða mestu um neikvætt samband afkastagetu og frjósemi. Þama bendir hann á þann vanda sem oft er í túlkun á niðurstöðum úr slík- um tilraunum þar sem um er að ræða flókið samspil hormóna og efnaskiptaþátta. Hann leiðir rök að því að ýmis munur, sem mæl- ist á efnaskiptaþáttum og horm- ónum, eigi sér ekki orsök i mikl- um mun á erfðaeðli gripanna í til- raununum heldur sé afleiðing af þeim mun sem oft komi fram í efnajafnvægi kúnna í slíkum til- raunahópum. Þetta telur hann að eigi t.d. við um mun í blóðsykri sem er mjög algengt að mælist á milli slíkra hópa, sá munur mynd- ast vegna þess að eldsneytið vant- ar úr fóðrinu. Neikvæð áhrif af skorti á blóðsykri hjá kúnum á þessum tíma efast hins vegar eng- inn um. Þegar allt er skoðað þá telur hann að veigamesta skýringarþátt- inn muni vera að finna í auknu magni vaxtarhormóna (GH) hjá kúm sem hafi erfðaeðli til mikill- ar mjólkurframleiðslu. Þetta hormón gegnir lykilhlutverki í efnaskiptum hjá gripnum. Aukið magn þess hvetur til forgangs af- urðamyndunar á fóðurefnum og fóðurorku og eykur losun á orku- forða úr eigin vefjum hjá kúnum. Þetta hormón gegnir lykilhlutverki við að stýra þessum efnaskiptum. Það hefiir einnig margvísleg bein áhrif í sambandi við vöxt og þroska á eggfrumum. Einnig kemur til mjög náið samspil við annan horm- ónaþátt, IGFI, sem einnig hefúr lykilhlutverkum að gegna í efna- skipum hjá gripnum. Neikvætt orkujafnvægi hjá há- mjólka kúnum er að þeirra mati augljós meginorsök slakari frjó- semi hjá þeim kúm. Hjá grip í slíku ástandi verður skortur, á efn- um og orku og það er ástæðan t.d. fyrir mun sem verið er að mæla á ýmsum hormónum og efnaskipta- þáttum hjá slíkum gripum. Þessi skortur, sem leiðir af sér minnkun í framleiðslu á ýmsum hormón- um, leiðir til truflana í vexti og þroska hjá eggfrumum, beiðslis- einkenni verða óljós eða engin og næringarumhverfi í leginu verður óhagstætt vexti á nýjum einstakl- | 32 - Freyr 3/2004
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.