Freyr

Árgangur

Freyr - 01.04.2004, Blaðsíða 59

Freyr - 01.04.2004, Blaðsíða 59
slá fyrir beit og aftur af beittu landi), 60-70%, best í rýgresi. Nýting sumarrepjuna hrapaði úr 63% í 45% á rúmri viku . Eftir 70 sprettudaga var farið að beita á vetrarafbrigðin og þá reyndist nýtingin 30-40% nema rýgresið nýttist um 65%. Viku seinna hafði nýtingin enn lækkað nema hún hélst nokkum veginn í rýgresinu. I rauninni sleiktu kýmar ein- göngu blöð og fínustu blaðstilk- ana af káli, höfram og byggi en rýgresið átu þær til botns. Borð- siðimir koma skýrt fram á með- fylgjandi myndum. Þegar fullreynt var að kýmar bitu ekki meira af tilraunastykkinu þann morguninn var þeim hleypt á rönd af vetrarrýgresi sem þeim lík- aði greinilega vel en þar á effir stormuðu þær á óslegið tún og út- haga og virtust taka þar talsvert til sín. Þetta er í samræmi við ráð- leggingar um að kýr, sem beitt er á grænfóður, sérstaklega kál, verði að hafa aðgang að mjög léttu fóðri. Það er vissulega dálítil þversögn í því að til þess að kýr geti nýtt sér mjög auðmelt fóður þurfi þær að blanda því með fóðri sem annars væri ekki talið kúafóður. Eftir um 70 sprettudaga var uppskera vetrarafbrigðanna svip- uð, eða um 50 hb (hb=hestburð- ur=100 kg þurrefnis/ha). Nýtanleg uppskera af vetrarrýgresi var þá um 35 hb en 15-20 hb af vetrarr- epju og vetrarhöfram. Að sjálf- sögðu bætist svo við endurvöxtur af rýgresi. Það var athyglisvert að nýting rýgresis versnaði ekki merkjanlega með þroska þrátt fyr- ir lækkun meltanleika, en effir þvi sem repjan spratt var einfaldlega sífellt meira skilið eftir. Ef miðað er við 20 hb af nýtan- legri uppskera og því að kýrin éti 5 kg þe/dag af grænfóðrinu þarf hún 25 m2 á dag en 15 m2 ef nýt- anleg uppskera nær 33 hb. Niðurstaðan af þessari athugun bendir mjög eindregið í þá átt að rýgresi sé hagstæðari kostur en repja sem grænfóður fyrir mjólk- urkýr þó að ekki sé tekið tillit til endurvaxtar. Vissulega geta önn- ur atriði komið til álita, fóðurgildi káltegundanna er eins og áður segir mjög hátt og jafnvel þó svo að nýtingin versni hlutfallslega helst orkugildi óblómgaðrar repju mjög vel og þó að nýtingin versni er líklegt að kýmar nái áfram jafnmiklu fóðri af hverjum fer- metra. Ef frekari athuganir og reynsla staðfesta þá lélegu nýtingu sem að ofan greinir er eðlilegt að núll- fóðran verði skoðuð betur, bæði tæknilega og kostnaðarlega. Greint var frá beitarathugun- inni á Hvanneyri síðastliðið sum- ar á veggspjaldi á Fræðaþingi landbúnaðarins í febrúar síðast- liðnum Þeir sem netvæddir era geta nálgast frekari umfjöllun þar. A sama fræðaþingi var fjallað um grænfóðurblöndur og þar er að fínna upplýsingar um efnamagn og ýmislegt annað er veit að grænfóðri. Heimildir: Anna Margrét Jónsdóttir o.fl. 2002. Grænfóðurkver. Handbók bænda 2002. 31-36. Ema Bjamadóttir (1987). Nýting grænfóðurhafra fyrir mjólkurkýr. BS-verkefni við Búvísindadeild, 63 síður. Ingibjörg Bjömsdóttir og Ríkharð Brynjólfsson 2004. Nýting grænfóð- urs á kúabeit. (veggspjald). Fræða- þing landbúnaðarins 2004, 311-31. Ríkharð Brynjólfsson 1994. Græn- fóðurblöndur til slægna og beitar. Fræðaþing landbúnaðarins 2004, 172- 177. Þóroddur Sveinsson og Gunnar Ríkharðsson 1991. Nýting og arðsemi grænfóðurræktar. Rit Ráðunautafund- ar 1991,26-43. Molar Nemendum í búnaðar- NÁMI FJÖLGAR í DAN- MÖRKU Um nokkurt árabil hefur nemendum fækkað í dönskum búnaðarskólum. Þannig voru þeir um 1400 árið 1994 en voru komnir niður í um 750 ár- ið 2001. Tvö síðustu ár hefur þeim síðan farið fjölgandi og árið 2003 voru þeir um 900. Búnaðarskólarnir hafa mark- visst unnið að því að fjölga nemendum sínum. Árangurs- ríkast i þeim efnum telja þeir vera að bjóða efstu bekkjum grunnskólanna í dagsheim- sókn í búnaðarskólana þar sem þeir fá að taka þátt i bú- störfunum. Þannig verður þeim Ijóst hvað nútíma búrekstur gengur út á, svo sem það að tölvur fyigjast með kúnum allan sólarhringinn og að það er GPS-staðsetningarbúnaður á dráttarvélunum. Þetta vekur áhuga nemendanna á að leggja fyrir sig búfræðinám. (Landbruksavisen nr. 17/2004). Mjólkurframleið- ENDUM FÆKKAR í ESB Mjólkurframleiðendum í löndum ESB fækkaði um 75.000 eða 12% sl. tvö ár. í Hollandi fækkaði kúabúum um 26%, í Grikklandi um 22%, í Ítalíu og Portúgal um 20%, Danmörku 17% og í Svíþjóð um 13%. (Land Landtbruk nr. 49/2003). Leiðrétting á nautaskrá Villa komst í Nautaskrá 2003 og í nautaspjöld um ungnaut sem birt vora í síðasta nautgriparæktar- blaði Freys, 9. tbl. 2003, bls. 44. Þetta er um faðemi Hlekks 02036, en hann er undan Fríski 94026 en ekki Kaðli 94017 eins og sagt var í eldri upplýsingum. Freyr 3/2004 - 59 |
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.