Freyr

Árgangur

Freyr - 01.04.2004, Blaðsíða 20

Freyr - 01.04.2004, Blaðsíða 20
□ Kjöt ■ Slátrað □ Dauðir □ Seldir Mynd 7. Afþrif nautkálfa fæddra árið 2003, % Nautkálfar 2003 Mynd 7. Afþrif kvígukálfa fæddra árið 2003, % Molar Nánast alla kvígukálfa ÞARF TIL VIÐHALDS Mjólkurverð í LÖNDUM ESB LÆKKAÐI ÁRIÐ 2003 Framleiðendaverð á mjólk lækkaði i flestum löndum ESB árið 2003. Undantekningin var Finnland og Svíþjóð. í Þýskalandi varð verðið hið lægsta í 25 ár. Verðið var eftirfarandi í dönskum krónum, miðað við 4,2% fitu og 3,4% prótein. Gengi ein d.kr. er 11,86 ísl. kr. Danmörk 2,51 d.kr. Svíþjóð 2,44 d.kr. Finnland 2,70 d.kr. Þýskaland 2,33 d.kr. Bretland 1,98 d.kr. Auk þess verðs njóta bænd- ur í ESB margvíslegra opin- berra styrkja. (Internationella Perspektiv, nr. 15/2004). Upplýsingar um förgun á kúm sýna því miður að ekki hefur ver- ið fram haldið sú jákvæða þróun sem á síðasta ári var bending um að gæti verið að hefjast í þeim efnum. Samtals eru 7.937 kýr sem eru með skráða förgun eða 27,6% (26,2) þeirra. Eins og áður eru það júgurmein margs konar sem eru skráð sem ástæða fyrir förgun hjá yftr helmingi af þessum kúm. Júg- urbólgan er þar lang stærsti skað- valdurinn en 35,4% (34,6) allrar förgunar er af þeirri ástæðu einni. Þegar saman er talið til viðbótar í einn flokk spenastig, spenagallar og júgurgallar kemur í ljós að 15,5% (15,1) förgunarinnar fellur í þann flokk. Ófrjósemi er í 12,2% (12,4) tilvika skráð sem ástæða förgunarinnar og 10,2% (9,6) förgunartilvika hafa lélegar afurð- ir skráðar sem ástæðu förgunar- innar. Eins og ætíð áður þá er kynhlut- fall kálfanna sem fæðast talsvert skekkt og í þeim tilvikum, þar sem einn kálfur er fæddur og kyn hans skráð, er um naut að ræða í 53,8% (53,4) tilvika. Af skráðum burðum þá fæðast tveir kálfar eða fleiri í 1,34% (1,40) tilvika og hefúr slíkum burðum hlutfallslega farið fækkandi á síðustu árum. Afdrif fæddra kálfa eru sýnd á hliðstæðan hátt og áður á skífúrit- um á mynd 6 fyrir nautkálfana og á mynd 7 fyrir kvígumar. Þær breytingar, sem má lesa úr þessum myndum, eru framhald þeirrar þróunar sem sást á síðasta ári. Enn dregur nokkuð úr ásetningu á kálfum til kjötframleiðslu og er vart nokkurt vafamál að sú þróun orsakast af þeirri slöku afkomu sem verið hefur í þessari fram- leiðslu á allra síðustu árum. Hlut- fall ásettra kvígukálfa er óbreytt frá fyrra ári enda má segja að nán- ast allir kvígukálfar, sem fæðast lifandi, em settir á til endumýjun- ar á mjólkurkúastofninum. Það hlýtur að vera verulegt umhugs- unarefni að nánast alla kvígukálfa sem fæðast þurfi til ásetnings á sama tíma og stærstur hluti af förgun á kúm er vegna þátta sem bóndinn hefur lítt í hendi sér að stjóma, þ.e. júgurmeina og ófrjó- semi. Þetta þýðir að í raun er kúa- stofninn að nálgast hættulega mikið þau mörk að vera ekki leng- ur sjálfbær. Hið háa hlutfall kálf- anna, sem fæðast dauðir eða drep- ast í fæðingu eða fljótt eftir burð, er í þessu ljósi verulegt áhyggju- efni og þetta hlutfall hækkar enn. Það þarf vart að nefna það lengur að þetta hlutfall hér er orðið hærra en dæmi em um í öðmm löndum. Hér er um að ræða vandamál sem fúll þörf er á að leitað verði af or- sökum á og ráðist verði gegn vandanum í ljósi þess. | 20 - Freyr 3/2004
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.