Freyr - 01.04.2004, Qupperneq 20
□ Kjöt
■ Slátrað
□ Dauðir
□ Seldir
Mynd 7. Afþrif nautkálfa fæddra árið 2003, %
Nautkálfar 2003
Mynd 7. Afþrif kvígukálfa fæddra árið 2003, %
Molar
Nánast alla kvígukálfa
ÞARF TIL VIÐHALDS
Mjólkurverð í LÖNDUM
ESB LÆKKAÐI ÁRIÐ 2003
Framleiðendaverð á mjólk
lækkaði i flestum löndum ESB
árið 2003. Undantekningin var
Finnland og Svíþjóð. í Þýskalandi
varð verðið hið lægsta í 25 ár.
Verðið var eftirfarandi í
dönskum krónum, miðað við
4,2% fitu og 3,4% prótein.
Gengi ein d.kr. er 11,86 ísl. kr.
Danmörk 2,51 d.kr.
Svíþjóð 2,44 d.kr.
Finnland 2,70 d.kr.
Þýskaland 2,33 d.kr.
Bretland 1,98 d.kr.
Auk þess verðs njóta bænd-
ur í ESB margvíslegra opin-
berra styrkja.
(Internationella Perspektiv,
nr. 15/2004).
Upplýsingar um förgun á kúm
sýna því miður að ekki hefur ver-
ið fram haldið sú jákvæða þróun
sem á síðasta ári var bending um
að gæti verið að hefjast í þeim
efnum. Samtals eru 7.937 kýr sem
eru með skráða förgun eða 27,6%
(26,2) þeirra. Eins og áður eru það
júgurmein margs konar sem eru
skráð sem ástæða fyrir förgun hjá
yftr helmingi af þessum kúm. Júg-
urbólgan er þar lang stærsti skað-
valdurinn en 35,4% (34,6) allrar
förgunar er af þeirri ástæðu einni.
Þegar saman er talið til viðbótar í
einn flokk spenastig, spenagallar
og júgurgallar kemur í ljós að
15,5% (15,1) förgunarinnar fellur
í þann flokk. Ófrjósemi er í 12,2%
(12,4) tilvika skráð sem ástæða
förgunarinnar og 10,2% (9,6)
förgunartilvika hafa lélegar afurð-
ir skráðar sem ástæðu förgunar-
innar.
Eins og ætíð áður þá er kynhlut-
fall kálfanna sem fæðast talsvert
skekkt og í þeim tilvikum, þar
sem einn kálfur er fæddur og kyn
hans skráð, er um naut að ræða í
53,8% (53,4) tilvika. Af skráðum
burðum þá fæðast tveir kálfar eða
fleiri í 1,34% (1,40) tilvika og
hefúr slíkum burðum hlutfallslega
farið fækkandi á síðustu árum.
Afdrif fæddra kálfa eru sýnd á
hliðstæðan hátt og áður á skífúrit-
um á mynd 6 fyrir nautkálfana og
á mynd 7 fyrir kvígumar. Þær
breytingar, sem má lesa úr þessum
myndum, eru framhald þeirrar
þróunar sem sást á síðasta ári. Enn
dregur nokkuð úr ásetningu á
kálfum til kjötframleiðslu og er
vart nokkurt vafamál að sú þróun
orsakast af þeirri slöku afkomu
sem verið hefur í þessari fram-
leiðslu á allra síðustu árum. Hlut-
fall ásettra kvígukálfa er óbreytt
frá fyrra ári enda má segja að nán-
ast allir kvígukálfar, sem fæðast
lifandi, em settir á til endumýjun-
ar á mjólkurkúastofninum. Það
hlýtur að vera verulegt umhugs-
unarefni að nánast alla kvígukálfa
sem fæðast þurfi til ásetnings á
sama tíma og stærstur hluti af
förgun á kúm er vegna þátta sem
bóndinn hefur lítt í hendi sér að
stjóma, þ.e. júgurmeina og ófrjó-
semi. Þetta þýðir að í raun er kúa-
stofninn að nálgast hættulega
mikið þau mörk að vera ekki leng-
ur sjálfbær. Hið háa hlutfall kálf-
anna, sem fæðast dauðir eða drep-
ast í fæðingu eða fljótt eftir burð,
er í þessu ljósi verulegt áhyggju-
efni og þetta hlutfall hækkar enn.
Það þarf vart að nefna það lengur
að þetta hlutfall hér er orðið hærra
en dæmi em um í öðmm löndum.
Hér er um að ræða vandamál sem
fúll þörf er á að leitað verði af or-
sökum á og ráðist verði gegn
vandanum í ljósi þess.
| 20 - Freyr 3/2004