Freyr - 01.04.2004, Blaðsíða 25
Toppnautin
Lítum í lokin aðeins á topp-
nautin með tilliti til einstakra eig-
inleika. I afurðamatinu er Krossi
91032 á toppi með 131, ásamt
tveimur nýju nautanna sem stan-
da honum jafnfætis en það eru
þeir Stígur 97010 og Randver
97029. Af nautunum, sem eru í
almennri notkun, eru ekki nein
naut sem eru alveg í toppinum í
mati um próteinhlutfall, en þar er
samt rétt að benda á naut sem sér-
panta má sæði úr, eins og Núp
96013 sem hefur 130 fyrirþennan
eiginleika og Klaka 94005 sem er
með 123 í einkunn fyrir pró-
tein%. Fyrir frumutölu stendur
Búri 94019, sem að framan er
nefndur, með bestan dóm, Hersir
97033 kemur einnig fram sem
mjög sterkur fyrir þennan eigin-
leika og einnig hefur Túni 95024
mjög gott mat fyrir þennan þátt,
þannig að fyrir þennan eiginleika
er gott úrval mikilla toppgripa í
boði. Fyrir frjósemi er það Þver-
teinn 97032 sem er með best mat
nautanna sem nú eru í almennri
notkun. I mati fyrir júgurgerð
standa efst nautanna, sem eru í al-
mennri notkun, Stigur 97010, Úi
96016 og Fróði 96028 og fyrir
spena er Hófur 96027 með hæsta
matið af nautunum sem eru í
dreifmgu. I mati fyrir mjaltir eru
Holti 88017 og synir hans mjög
áberandi á toppnum og langhæsta
matið hefur Úi 96016 en hálf-
bræður hans, Prakkari 96007 og
Þverteinn 97032, hafa einnig
feikilega gott mat. Rétt er um leið
að minna á það að sum þessara
nauta, sem eru með toppmat fyrir
mjaltir, hafa um leið verulega
slakt mat fyrir frumutölu. I mati
um endingu er það hæst af naut-
um í notkun hjá Stíg 97010 en
Drómi 94025, Úi 96016 og Hófur
96027 hafa allir mjög gott mat
fyrir þennan eiginleika.
Heildareinkunn nautsins á að
segja mest um gæði nautanna, ef
menn eru sammála skilgreindu
ræktunarmarkmiði. Þar kemur
Stigur 97010 nú á toppinn með
122 í heildareinkunn, næst honum
koma síðan toppnautin frá 1994
sem eru ekki lengur í notkun en
síðan hefur Túni 95024 með betra
mati lfá ári til árs komist þar næst
í röð með 116 í heildareinkunn.
Síðan koma nautsfeður ffá síðasta
ári, Hófur 96027 og Fróði 96028,
með 115 í heildareinkunn, og þar
á eftir kemur hópur nauta úr 1997
árgangi; Teinn 97001, Brimill
Molar
Vaxandi gagnrýni
Á SJÓFLUTNINGA MEÐ
LIFANDl BÚFÉ
Stærsti útflytjandi lifandi búfjár
í heiminum, Ástralía, hefur lent i
erfiðleikum með sjóflutninga á
búfé til Miðausturlanda. í ágúst
á sl. ári bannaði Saudi Arabía
að skipa I land 50 þúsund fjár
vegna ótta við að hluti af fénu
væri sjúkur.
Sjóflutningar á búfé eiga sífellt
meira undir högg að sækja
vegna dýraverndarsjónarmiða,
en algengt er að búféð þoli ekki
flutningana.
Ástralía flytur árlega út 6 millj-
óna lifandi fjár og eina milljón
nautgripa, einkum til Miðaustur-
og Asíulanda. Aðalástæða fyrir
þessum flutningum er að kaup-
endur geti slátrað fénu eftir
múslímskum reglum.
(Internationella Perspektiv
nr. 37/2003).
SVÍNARÆKT
í Bandaríkjunum
Stærstu svínabú í Bandaríkj-
unum eru: Smithfild Food 756
þúsund gyltur, Premium Stand-
ard Farms 225 þúsund gyltur,
97016, Randver 97029 og Hersir
97033, allir með 114 í heildarein-
kunn.
Bráðlega mun verða hægt að
nálgast kynbótamatið í naut-
griparæktinni á Netinu. Þegar
það verður mögulegt verður það
kynnt í Bændablaðinu. Rétt er að
benda á að þá verður mögulegt
að skoða allar undireinkunnir
nautanna þar, en í þær geta þeir
sem hafa mikinn áhuga á ítarlegri
skoðun á þessum upplýsingum
sótt margvislegar viðbótaupplýs-
ingar.
Seabord Farms 213 þúsund,
Prestage Farms 129 þúsund,
Cargill Farms 118 þúsund, lowa
Select Farms 100 þúsund og
The Pipston System 100 þús-
und.
Auk þess eru sex svínabú
með yfir 60 þúsund gyltur.
Þess má geta að á íslandi eru
alls um 4000 fullorðin svln.
(Bondevennen nr. 3/2004).
Hlutfall bænda
HÆKKAR í ESB
EFTIR STÆKKUN ÞESS
Hinn 1. maí á þessu ári, 2004,
fjölgar aðildarlöndum ESB um 10,
úr 15 í 25 lönd. Hlutfall bænda I
nýju löndunum er mun hærra en í
þeim sem fyrir eru. Þannig eru
bændur 4,0% af vinnuafli ESB
fyrir stækkun þess en eru 13,4% í
þeim löndum sem nú bætast við.
Hlutfallslega flestir eru bændur í
Póllandi eða 19,6%, og í Litháen
eru þeir 18,6%.
Af þeim löndum sem fyrir voru
má nefna að í Finnlandi eru
bændur 5,5% vinnuaflsins, í
Danmörku 3,2%, Svíþjóð 2,5%,
í Belgíu 1,8% og neðst er Bret-
land með 1,4%.
(Bondebladet nr. 17/2004).
Freyr 3/2004 - 251