Freyr

Árgangur

Freyr - 01.04.2004, Blaðsíða 31

Freyr - 01.04.2004, Blaðsíða 31
Nokkur atriði um sam- band frjósemi mjólkurkúa og afkastagetu þeirra r flestum þeim löndum þar sem um áratuga skeið hef- ur verið stundað markvisst úrval fyrri aukinni afkastagetu hjá mjólkurkúm má sjá að samfara auknum afurðum kúnna hefur frjósemi þeirra, metin með flestum hefðbundn- um mælikvörðum, hrakað stór- um. Það er orðin vel þekkt staðreynd að erfðasamband af- kastagetu og frjósemi er nei- kvætt hjá mjólkurkúm. Þess vegna verður framan- greind þróun eðlileg afleiðing af einhliða vali fyrir auknum afurð- um. Þessu verður ekki snúið við nema með breyttum áherslum í ræktunarstarfínu. Fram til þessa er það nánast eingöngu á Norður- löndunum sem tekið hefur verið tillit til fijósemi kúnna í ræktunar- starfínu. Langmest áhersla hefúr verið lögð á þennan eiginleika í ræktunarstarfinu í Noregi og tæp- ast verður lengur dregið í efa að þróun þar í landi í sambandi við frjósemi kúnna hefur á allra síð- ustu árum verið á allt annan veg en sjá má í flestum löndum Evr- ópu og Norður-Ameríku. Nú nýverið hafa birst í einu virt- asta búfjárvísindatímariti Evrópu, Livestock Production Science, nokkrar yfirlitsgreinar þar sem ýmsir þekktustu vísindamenn á þessu sviði hafa dregið saman þekkingu sína. Hér á eftir ætla ég að gera tilraun til að draga fram örfá atriði úr þessum greinum les- endum til fróðleiks. Hjá því verð- ur tæpast horft að þau vandamál, sem þama eru til umræðu munu birtast okkur í auknum mæli á komandi ámm samhliða þeirri af- urðaþróun sem nú á sér stað í kúa- stofninum hér á landi. Aður en farið er að fjalla um efnið er rétt að benda á það að samhliða hrakandi frjósemi kúnna um leið og afúrðir aukast hefúr umræða um að bregðast við þessu með breyttri farmleiðslustefnu orðið sífellt meira áberandi. Þar er um að ræða hugleiðingar um að hverfa ffá hinni hefðbundnu við- miðun um að láta kýmar bera með árs millibili í að láta þær í staðinn bera með eins og hálfs árs eða lengra bili milli burða. Um þetta var aðeins fjallað í síðasta naut- griparæktarblaði Freys og verður ekki gert frekar hér. Aðeins skal á það bent að slíkar breytingar mundu um leið breyta öllum hug- leiðingum um frjósemi kúnna sem eiginleika í ræktunarstarfinu. SAMBAND AFURÐA OG FRJÓSEMl I þessum yfírlitsgreinum, sem hér er stuðst við, er mest fjallað um hið neikvæða samband af- urðagetu og frjósemi og reynt að leita skýringa á því. Allir þekkja að eftir burð eykst dagleg mjólkurframleiðsla hjá mjólkurkúnum mjög hratt og vemlega hraðar en átgeta kúnna. Til að mæta hinni auknu fóður- þörf vegna mjólkurmyndunarinn- ar gripa kýmar því oft til þess að fá orku og efni með því að brjóta eftir Jón Viðar Jónmundsson Bænda- samtökum Islands af eigin líkamsvefjum. Afleiðing þessa er að kýmar verða á þessu tímabili í neikvæðu orkujafnvægi. Rannsóknir hafa sýnt að neikvætt orkujafnvægi leiðir til skertrar frjósemi kúnna. Rannsóknir hafa beinst að því að reyna að skilja hver ástæðan er fyrir þessu nei- kvæða sambandi. Það er þekkt að erfðasamband afkastagetu og átgetu er jákvætt en yfirleitt talið um 0,5. Þess vegna eykst átgetan við val fyrir auknum afurðum aðeins til að mæta um helmingi af hinni auknu fóðurþörf, samhliða auknum af- urðum. Þessu gapi verður aðeins mætt á tvo vegu, með kraftmeira fóðri (orkuríkari fóðri) eða með því að kýrin mæti auknum orku- og efnaþörfum með því að sækja í eigin líkamsforða og þannig myndast neikvætt orkujafnvægi hjá kúnni. Rannsóknir sýna að hið nei- kvæða orkujafnvægi er oftast í há- marki hjá mjólkurkúnum 3-5 vik- um eftir burð. Yfírleitt er talið að egglos hjá kúnum verði ekki að Freyr 3/2004 - 31 |
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.