Freyr

Árgangur

Freyr - 01.04.2004, Blaðsíða 24

Freyr - 01.04.2004, Blaðsíða 24
að þau eru að fjarlægjast “uppruna sinn”. Öll þessi naut standa því áfram með óbreyttan dóm sem öflugir kynbótagripir. Nautin úr þessum árgangi, sem voru í notkun á síðasta ári, taka engar verulegar kollsteypur í kyn- bótamatinu. Tvö af þessum naut- um verða áfram í notkun. Trefill 96006 stendur áfram með ágætan dóm, dætur hans eru vinsælar kýr og hann styrkist í mati íyrir þá eiginleika sem voru veikustu eiginleikar hans en mat fyrir endingu lækkar nokkuð. Úi 96016 verður einnig áfram í j notkun, dætur hans eru engir af- j gerandi afkastagripir, en þetta eru feikilega glæsilegar og vinsælar kýr og virðist sem hann sé um margt hliðstæður við Sorta 90007 sem mikið var notaður fyrir nokkrum árum. Dúri 96023 lækkar um tvö stig i heildardómi en stendur með góð- an dóm en verður ekki lengur í al- mennri dreifíngu. Þá verða Núpur 96013 og Kalli 96015 heldur ekki lengur í al- mennri dreifingu, fyrst og fremst vegna þess hve stór hópur betri nauta kom fram á sjónarsviðið. Núpur er tvímælalaust áfram mjög athylisverður sem mikið “próteinnaut”. Naut eldri en frá 1996 Úr 1995 árgangi nauta verða að- eins tvö naut í áframhaldandi notkun, þeir Túni 95024 og Sproti 95036. Túni styrkir mat sitt ár frá ári og stendur nú með hæsta heild- ardóm nauta í árganginum og um leið í hópi toppnauta og hefur mat hans bæði um afurðir og fyrir end- ingu hækkað talsvert frá síðasta ári. Hin nautin, sem nú eru tekin úr almennri notkun, standast eldri dóm áfram með ágætum. Hinn feikilega sterki nautaár- gangur frá 1994 er mjög á sléttum sjó og er enn nokkur hópur af þessum nautum í almennri notk- un. Dómur þeirra stenst með ágætum. Ástæða er til að víkja að einu þeirra nauta sem áfram eru í almennri dreifingu, Búra 94019, sem hefur fimasterkt mat fyrir frumutölu og ætti af þeirri ástæðu að vera áhugaverður til frekari notkunar. Fyrstu dætur 1992 nautanna eft- ir aðalnotkun þeirra að fengnum afkvæmadómi em nú komnar með upplýsingar í úrvinnslu þó að þar eigi mikill fjöldi eftir að bætast við á næstu misserum. Smellur 92028 stendur áfram með bestan heildar- dóm nautanna í árganginum og styrkir dóm sinn um afurðir og ýmsa aðra eiginleika en mat fyrir endingu snarlækkar. Beri 92021 lækkar aðeins í mati og veikleiki hans í próteinhlutfalli mjólkur, sem er nokkuð áberandi veikleiki hjá nautunum í þessum árgangi, er enn áberandi mikill. Tjakkur 92022 sýnist nokkuð halda sjó í mati hjá dætmm sínum með við- bót margra nýrra dætra núna. Hjá dætmm Skugga 92025 er ekki heldur að greina neinar áberandi breytingar, má samt benda á að hann hefur mjög gott mat um frjó- semi og hefur það hækkað, en fyr- ir þennan eiginleika er einnig hálf- j bróðir hans, Tjakkur, með vem- lega góða stöðu. Naut frá 1991 Hjá nautunum frá 1991, sem komu til frekari notkunar að fengnum afkvæmadómi, er nú kominn feikilegur fjöldi nýrra dætra og þessi naut eiga því sum orðið mjög stóra dætrahópa og em komin með ömggan og endanleg- an dóm um flesta eiginleika. Fyrir þessi naut sum hafa orðið miklar breytingar á þeirri mynd sem við blasir frá því að þau fengu sinn af- kvæmadóm. Negri 91002 stendur með fremur gott mat um afúrðir hjá dætmm sínum en talsvert ber á göllum í ýmsum öðmm eiginleik- um og hvað alvarlegast í mjöltum. Hljómur 91012 hefur ætíð haft mjög góðan dóm um mjólkurlagni dætra, en efnahlutfoll í mjólk em í lægri mörkum hjá dætmm hans og þær em ákaflega breytilegar um aðra eiginleika. Skjöldur 91022 hefur hrapað í mati á afurðasemi dætra og því miður hefúr of stór hluti dætra hans nánast reynst stritlur. Dætur hans hafa hins veg- ar góða júgurgerð og góðar mjalt- ir en einnig um leið afleitt mat fyrir frumutölu. Dætur Skuts 91026 reynast feikilega getumikl- ar mjólkurkýr en ákaflega sundur- leitar um aðra eiginleika. Dætur Krossa 91032 hafa reynst enn meiri mjólkurkýr en fyrsti dómur þeirra gaf til kynna, þær hafa góð- ar mjaltir en aðeins ber á skap- göllum. Hjá þessum kúm hefúr hins vegar júgurheilsa oft reynst ákaflega bágborin og er mat um frumutölu ótrúlega lágt eða 49 og þetta kemur greinilega mjög niður á endingu hjá þessum kúm. And- stæðan við þessar kýr em dætur Bætis 91034 en dómur hans stenst fremur lítið breyttur og stendur áfram afbragðsgott mat um frumutölu. Þessi nautahópur stendur sem feður að baki nautun- um frá 1999, en dætur þeirra verða mjög áberandi meðal fyrsta kálfs kvigna á árinu 2004 og í ljósi þessarar reynslu er vart hægt að búast við öðru en vemlega breytilegum hópi þar. Eldri nautin hafa þegar haft sín hámarksáhrif í íslenska kúastofnin- um og tæpast ástæða tiil að fjöl- yrða um niðurstöður þeirra nema ástæða er til að benda á hina feiki- legu yfirburði sem ffarn koma hjá dætmm Sorta 90007 fyrir júgur- og spenagerð, mjaltir og skap. Vem- leg ástæða er til að huga að því að ná þessum kostum dætra hans með vali þeirra sem uppfylla skilyrði um afúrðir sem nautsmæður. | 24 - Freyr 3/2004
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.