Freyr

Árgangur

Freyr - 01.04.2004, Blaðsíða 30

Freyr - 01.04.2004, Blaðsíða 30
er undan Bassasyni 94929 sem var heimanaut í Nesi sem skilaði mörgum feikilega öflugum dætr- um þar á búinu en hann var, eins og jafnaldrar hans margir á Nauta- stöðinni á þeim tíma, undan Bassa 86021 og Tvistsdóttur. Það vekur athygli í þessari upptalningu af- urðahæstu kúnna að þrjár af þess- um sjö kúm hafa komið á fram- leiðslubúið sem fúllorðnar kýr. Þegar kúnum er raðað á grunni magns af mjólkurpróteini, sem þær framleiða árið 2003, verður röðin þessi: Ama 20 í Miðhjáleigu með 442 kg, sem er íslandsmet eins og áður hefúr komið fram, Gláma 913 í Stóru-Hildisey II með 360 kg, Frekja 284 á Akri með 354 kg, Búbót 287 i Birtingaholti I í Hrunamannahreppi með 353, en þess má geta að þetta er fjórða ár- ið í röð sem þessi fúllorðna afrek- skýr er að skila yfír 300 kg af mjólkurpróteini á ári, fimmta í röð er svo Auðlind 330 á Tóftum við Stokkseyri með 348 kg. Ef grunnurinn er magn mjólkur- fítu þá verður röðin í efstu sætun- um þessi: Ama 20 í Miðhjáleigu með 514 kg, Lóló 24 á Skúfsstöð- um í Hjaltadal með 510 kg, en þessi Holtadóttir hefúr fyrir löngu vakið athygli fyrir efnaauðuga mjólk, Búbót 287 í Birtingaholti I með 478 kg og Búbót 263 á Berg- hyl í sömu sveit með 460 kg. Samanlagt magn verðefna í mjólk er um margt eðlilegasti grunnur til að raða afúrðahæstu kúnum eftir. Hins vegar er of mik- il brotalöm í því að mjólkursýni séu tekin reglulega til efúamælinga hjá alltof mörgum skýrsluhöldur- um til þess að sá grunnur geti orð- ið eins traustur og fyrir mjólkur- magnið. Áma 20 í Miðhjáleigu er eins og ráða má af framansögðu langefst kúnna á þessum grunni, með 956 kg, sem einnig er íslands- met eins og áður segir, Búbót 287 í Birtingaholti I er með 832 kg, Ló- ló 24 á Skúfsstöðum er með 799 kg, Tinna 237 á Bimustöðum á Skeiðum með 781 kg, Turbó 212 í Kotlaugum í Hrunamannahreppi með 766 kg og Gláma 913 í Stóru- Hildisey II með 765 kg. Nautsmæðraskrá Víkjum þá aðeins að nauts- mæðraskránni. Eins og flestir les- endur þekkja þá er fyrsti gmnnur að nautsmæðraskrá kynbótamat kúnna um afúrðir. Vemleg ástæða er að leggja áherslu á það að þó að kýr birtist í þessum gmnni að nautsmæðraskrá er alls ekki búið að velja hana sem nautsmóður. Þegar aðrir eiginleikar em skoðaðir em margar ástæður til að fjöldi af þessum kúm er ekki áhugaverðar sem nautsmæður. Hins vegar er leitin að nautsmæðmm orðin bund- in við þennan hóp af kúm, auk efni- legra ungra kúa, sem ekki hafa enn fengið reiknað kynbótamat, og ein- mitt þær kýr þyrftu að fá enn meiri áherslu í nautsmæðravali en verið hefúr. I raun er það hópurinn sem nær 120 eða meira í afúrðamati sem athyglin beinist öðm fremur að en um leið er sjálfsagt að leita kostakúa á meðal kúnna sem em með 110-119 i afúrðamati. Samtals em það 2760 kýr sem koma í gmnninn að nautsmæðra- skrá, þ.e. em með 110 eða meira í kynbótamat fyrir afúrðir. í töflu 3 er gefið yfirlit um þær kýr sem hafa hæst kynbótamat allra kúa í landinu. Nú hafa orðið vemlegar breytingar i efstu sætunum vegna þess að þar em komnar ungar kýr sem fengu núna fyrsta sinni sitt kynbótamat. Efsta sæti skipar Líf 188 í Leimlækjarseli í Borgar- byggð með 146 í einkunn. Þetta er ung kýr undan Negra 91002, feiki- lega mjólkurlagin, en hún er dóttir hinnar landsþekktu Nínu 149 sem hefúr verið með langhæst kynbóta- mat allra íslenskra kúa. Þá kemur Rauðanótt 222 í Vorsabæ í Austur- Landeyjum, ákaflega efnileg dóttir Skuts 91026, en hún er sammæðra Draumanótt 195, sem er í fjóra sæti á listanum. Þriðja unga afrekskýr- in, sem þama kemur fram, er Blesa 177 i Geirshlíð í Flókadal með 137 í einkunn en hún er dóttir Sekks 97004. Næstar koma síðan all- margar eldri kýr, sem verið hafa áður á þessum lista, og margar þeirra eiga þegar orðið syni sem verið hafa í notkun á Nautastöðinni eða em á Uppeldisstöðinni. Eins og ætíð þá em nokkrir stór- ir dætrahópar áberandi á nauts- mæðraskránni þó að dreifing að því leyti sé orðin miklu meiri en hún var fyrir aðeins fáum ámm. Oli 88002 á enn margar dætur í þessum hópi, sem full ástæða er til að huga vel að sem nautsmæð- ur, þó að margar séu þegar komn- ar í þann hóp, en þetta em margt ákaflega jafnar og miklar kosta- kýr. Sporður 88022 á einnig stór- an hóp dætra, en þær muni lítt nýt- ast sem nautsmæður vegna slaks mats þeirra fyrir próteinhlutfall í mjólk. Búi 89017 ogAlmar 90019 eiga langflestar dætur á skránni af öllum nautum eða tæp tvö hundr- uð hvor. Mjög margar af þessum úrvalskúm eiga þegar orðið syni á Nautastöðinni eða Uppeldisstöð- inni en vafalítið munu margir fleira bætast í þann flokk á næstu misseram því að í þessum systra- hópum er að finna mjög margar af bestu kúm hér á landi í dag. Talsverðan fjölda dætra eiga þama Negri 91002, Skutur 91026 og Krossi 91032 en eins og fram hefúr komið áður í greininni hafa verið að koma ffam feikilega marg- ar afrekskýr undan þessum nautum. Dætur þessara nauta em feikilega breytilegar kýr með tilliti til margra eiginleika þannig að val úr þessum dætrahópum þarf að vera strangt þó að vafalítið sé að finna feikilega Framhald á bls. 33 | 30 - Freyr 3/2004
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.