Freyr

Árgangur

Freyr - 01.04.2004, Blaðsíða 42

Freyr - 01.04.2004, Blaðsíða 42
Ef breyta ætti aflferð við heyverkun? Inngangur Verkun lieys í rúllum hefur ver- ið ráðandi aðferð hérlendis í meira en áratug. A þeim tíma hef- ur ýmislegt breyst sem kann að kalla á endurskoðun vinnubragða. Krafan um afköst og kostnaðar- aðhald hefur vaxið. Kúabúin hafa stækkað ört og verktækni þeirra breyst. Kröfur til heygæða og vinnuafkasta hafa vaxið. Gjald á plast hefur vakið hugsun um um- búðakostnað heybagga, fóður- ræktun er að breytast og viðhorf til fóðrunar líka. Verktaka og önn- ur verkaskipting virðist færast í vöxt og fleira mætti nefna. Hér á eftir fara nokkar hugleiðingar um verktækni við heyverkun og hugsanlega þörf breytinga á henni. Forsendur heyverkunar Forsendur heyverkunar hvers bús eru sikvikar. Koma þar bæði til breytingar innan búsins, svo sem á bústærð, tiltæku vinnuafli og aldri véla, og breytt ytri rekstr- arskilyrði búsins svo sem á mörk- uðum, verði afúrða og aðfanga, vél- og verktækni, veðráttu o.fl. Því er meiri eða minni endurskoð- un heyverkunar stöðugt í gangi - eða þarf að vera. Hún er mikilvæg- ur hluti þeirrar stefnumarkandi áœtlanagerðar sem búin þarfnast. Verkun heys er ferill verka þar sem mikilvægt er að hafa endan- leg not heysins í huga á öllum stigum ferilsins. Við mat á hinum ýmsu kostum, sem bjóðast eða óskað er eftir varðandi úrlausn hinna ýmsu verkþátta heyverkun- Rúlluheyskapur hefur verið ráðandi heyskaparaðferð hérlendis síðustu 12 árin. (Ljósm. Þórunn Edda Bjarnadóttir). eftir Bjarna Guðmundsson, Landbúnaðar- háskólanum á Hvanneyri arinnar, eru það eftirfarandi sjón- armið sem hvað þyngst vega: * kostnaður (beinn og óbeinn) * vinnuþörf og afköst * áhrif verkunaraðferðar á heyið og eiginleika þess til afurða- myndunar. Náið samband er á milli þessara efnisflokka en saman ráða þeir hagkvæmni framleiðslunnar. Heyöflunarkostnaðurinn - FORSENDUR BREYTINGA Þótt vinnutími skipti miklu máli varðar líka miklu hver kostnaður- inn er að baki honum. í heildar- kostnaði við heyverkun og hey- geymslu má áætla að fasti kostn- aðurinn vegi 55-65%. Þótt að- halds beri að gæta varðandi breytilega kostnaðinn er öllu mik- ilvægara að gæta að fjárfesting- unni sem grunninn leggur að fasta kostnaðinum. Mikilvægt er að gera sér grein fyrir samhenginu á milli vélaafkasta og árskostnaðar vélanna - nýting afkastagetunnar ræður síðan í verulegum mæli framleiðsluverði heysins sjá hér síðar. Samanlögð Qárfesting segir því nokkra sögu en ekki alla. Líka þarf að reikna með 142 - Freyr 3/2004
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.