Freyr

Árgangur

Freyr - 01.04.2004, Síða 42

Freyr - 01.04.2004, Síða 42
Ef breyta ætti aflferð við heyverkun? Inngangur Verkun lieys í rúllum hefur ver- ið ráðandi aðferð hérlendis í meira en áratug. A þeim tíma hef- ur ýmislegt breyst sem kann að kalla á endurskoðun vinnubragða. Krafan um afköst og kostnaðar- aðhald hefur vaxið. Kúabúin hafa stækkað ört og verktækni þeirra breyst. Kröfur til heygæða og vinnuafkasta hafa vaxið. Gjald á plast hefur vakið hugsun um um- búðakostnað heybagga, fóður- ræktun er að breytast og viðhorf til fóðrunar líka. Verktaka og önn- ur verkaskipting virðist færast í vöxt og fleira mætti nefna. Hér á eftir fara nokkar hugleiðingar um verktækni við heyverkun og hugsanlega þörf breytinga á henni. Forsendur heyverkunar Forsendur heyverkunar hvers bús eru sikvikar. Koma þar bæði til breytingar innan búsins, svo sem á bústærð, tiltæku vinnuafli og aldri véla, og breytt ytri rekstr- arskilyrði búsins svo sem á mörk- uðum, verði afúrða og aðfanga, vél- og verktækni, veðráttu o.fl. Því er meiri eða minni endurskoð- un heyverkunar stöðugt í gangi - eða þarf að vera. Hún er mikilvæg- ur hluti þeirrar stefnumarkandi áœtlanagerðar sem búin þarfnast. Verkun heys er ferill verka þar sem mikilvægt er að hafa endan- leg not heysins í huga á öllum stigum ferilsins. Við mat á hinum ýmsu kostum, sem bjóðast eða óskað er eftir varðandi úrlausn hinna ýmsu verkþátta heyverkun- Rúlluheyskapur hefur verið ráðandi heyskaparaðferð hérlendis síðustu 12 árin. (Ljósm. Þórunn Edda Bjarnadóttir). eftir Bjarna Guðmundsson, Landbúnaðar- háskólanum á Hvanneyri arinnar, eru það eftirfarandi sjón- armið sem hvað þyngst vega: * kostnaður (beinn og óbeinn) * vinnuþörf og afköst * áhrif verkunaraðferðar á heyið og eiginleika þess til afurða- myndunar. Náið samband er á milli þessara efnisflokka en saman ráða þeir hagkvæmni framleiðslunnar. Heyöflunarkostnaðurinn - FORSENDUR BREYTINGA Þótt vinnutími skipti miklu máli varðar líka miklu hver kostnaður- inn er að baki honum. í heildar- kostnaði við heyverkun og hey- geymslu má áætla að fasti kostn- aðurinn vegi 55-65%. Þótt að- halds beri að gæta varðandi breytilega kostnaðinn er öllu mik- ilvægara að gæta að fjárfesting- unni sem grunninn leggur að fasta kostnaðinum. Mikilvægt er að gera sér grein fyrir samhenginu á milli vélaafkasta og árskostnaðar vélanna - nýting afkastagetunnar ræður síðan í verulegum mæli framleiðsluverði heysins sjá hér síðar. Samanlögð Qárfesting segir því nokkra sögu en ekki alla. Líka þarf að reikna með 142 - Freyr 3/2004

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.