Freyr

Árgangur

Freyr - 01.04.2004, Blaðsíða 40

Freyr - 01.04.2004, Blaðsíða 40
Úrvalsnýting meðal nauta úr árgangi fæddum 1997. mörgum öðrum dætrahópanna. Lakasta útkoman fyrir þennan þátt er hjá dætrum Homfirðings 97031 og er það niðurstaða sem tæpast kemur að óvart með hliðsjón af mörgu sem þegar hefur komið fram. Afkvæmadómurinn Kynbótamat nautanna er sýnt í töflu 2. Eins og áður þá er nautun- um síðan við dóm skipað í þrjá flokka. I fyrsta lagi eru bestu naut- in sem fá nautsfeðradóm, í öðru lagi naut sem fá notkunardóm en það eru þau naut sem hafa sýnt það jákvæða mynd af dætmm sín- um að vandalaust sé að mæla með frekari notkun á þeim og að sið- ustu koma þau naut sem fallið hafa á prófinu og engin réttlæting fínnst fyrir að taka til frekari notk- unar. Eins og sjá má af töflu 2 er kyn- bótamat þessara nauta jafnbetra en nokkur dæmi eru um áður fyrir nokkum árgang nauta. Þar skiptir mestu máli hið feikilega góða af- urðamat sem mörg þeirra fá. Fyrir aðra eiginleika er talsverð breidd, eins og sjá má, og meðaltal ekkert áberandi hátt fyrir nokkurn af þeim eiginleikum. Að þessu sinni var ákveðið að fara aðeins aðra leið við val á nautsfeðmn en farin hefur verið undanfarin ár. Tvö naut þykja hafa mjög ótvíræða yfirburði og em valin úr þessum hópi sem nauts- feður og eru það Teinn 97001 og Stígur 97010. Síðan kemur stór hópur af mjög góðum nautum sem standa með mjög líkt heildarmat. í stað þess að velja úr þessum hópi einn eða tvo nautsfeður til viðbót- ar var ákveðið að fara þá leið að leita eftir örfáum nautkálfum und- an fímm af þessum nautum; Byl 97002, Brimli 97016, Randver 97029, Kubb 97030 og Hersi 97033. Tæpast er þörf á að fara mörg- um orðum um nautsfeðuma, sem valdir vom, vegna þess hve mikið hefur þegar komið fram um þá hér að framan. Teinn 9700ler undan Þræði 86013 og hafa nokkrir hálfbræður hans verið í mikilli notkun á síð- ustu ámm. Dætur hans em mjög kostamiklar mjólkurkýr. Það sem ef til vill skortir öðm fremur alloft hjá þessum kúm er heldur öflugri bolbygging. Hann ætti því að henta vel til notkunar á kýr sem eru afkomendur Hólms 81018, Þistils 84013, Bassa 86013, Daða 87003, Andvara 87014 og Þymis 89001, þannig að nefndar sé nokkrar þær ræktunarlínur sem em með augljósasta kosti að þessu leyti. Stígur 97010 er vafalítið öfl- ugasti kynbótagripur sem til þessa hefur komið fram í rækt- unarstarfínu hér á landi. Aldrei áður hefur komið naut sem skil- ar jafn háu hlutfalli draumakúa að mati eiganda eins og hann hefur gert. Tæpast verður bent á neina sérstaka veikleika sem taka þarf tillit til við notkun hans. Notkun hans hlýtur því meira að ráðast af skyldleika gagnvart mögulegum nauts- mæðrum. Hann er nokkuð skyldur talsverðum hópi úrvals- kúa í landinu, sonur Óla 88002, og því hálfbróðir tveggja nauts- feðra á síðasta ári. Nautin, sem fá notkunardóm úr árganginum til viðbótar við nauts- feðuma tvo, em: Bylur 97002, Gumi 97003, Sekkur 97004, Fák- ur 97009, Brimill 97016, Kóri 97023, Stallur 97025, Nári 97026, Póstur 97028, Randver 97029, Kubbur 97030, Þverteinn 97032, Hersir 97033, Brúsi 97035, Tígull 97036, Rosi 97037, Tumi 97039 og Sópur 97040. Af þessum naut- um verða eftirtalin í almennri dreifingu frá Nautastöðinni árið 2004: Bylur, Brimill, Kóri, Stall- ur, Randver, Kubbur, Þverteinn og Hersir. Nautin, sem féllu á prófínu, vom þessi: Nagli 97005, Fanni 97018, Stöpull 97021 og Hom- fírðingur 97031. Viss vonbrigði er að báðir synir Sporðs 88022 sem vom í prófun skyldu falla á próf- inu. Hins vegar er það viss styrk- ur við þann nautahóp, sem velst til frekari notkunar, að hann hefúr meiri breidd í uppmna en stund- um hefúr verið á undanfömum ár- um. Úrvalsnýting Venjan hefur verið undanfarin ár að gera tilraun í lok greinar- 140 - Freyr 3/2004
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.