Freyr - 01.04.2004, Blaðsíða 13
sem menn eru nú aðeins með
getgátur um.
En hvaða ávinning sérðu í inn-
flutningi á mjólkurkúm?
Ég sé fyrir mér betur gerða gripi,
ekki síst hvað varðar júgur. Menn
fúllyrða að íslenskar kýr séu svo
góðar að umbreyta grófFóðri en að
mínu viti þá hafa menn ekkert fyr-
ir sér í því. Það voru gerðar tilraun-
ir á Möðruvöllum fyrir nokkrum
árum með Limousín, Galloway,
Angus og íslenska gripi og út úr
því kom að það var Limousín sem
skilaði mestum kjötvexti á fóður-
einingu af gróffóðri. Þetta kom
mér á óvart vegna þess að þetta
kyn er upprunnið í komræktarhér-
aði í Frakklandi. Ég hef trú á því að
með innflutningi fengjum við gripi
sem gætu nýtt meira gróffóður en
þeir sem við emm með.
Einstaka íslensk kýr er afar
mjókurlagin og ég hef lent í því að
ein kýr hjá mér fór yfir 50 lítra í
dagsnyt. Maður verður hreinlega
hræddur við þetta því hvemig í
ósköpunum á að vera hægt að
fóðra svona lítinn grip þannig að
hann ráði við þessi stórfelldu
efnaskipti?
Fjölskyldubú
Nú er mjaltaþjónninn mikil jjár-
festing, en þú telur að hún hafi
skilað sér í bcettri vinnuaðstöðu
og fleiru og haji þannig átt rétt á
sér?
Já, ég er í engum vafa um það.
Það dundu á mér spumingar þeg-
ar við vomm að fara af stað með
þetta en ég var sagnafár og vildi
ekki gefa stórar yfirlýsingar. í dag
hika ég ekki við stórar yfírlýsing-
ar. Þetta er stórkostleg bylting og
þó að þetta kosti sitt þá mega
menn ekki gleyma því hvílík
binding það er að mæta á ákveðn-
um tíma tvisvar á dag, 365 daga
ársins. Það er mikið frelsi að vera
laus frá því.
Vinnan er eftir sem áður fyrir
hendi en hún er allt önnur og
miklu léttari. Auk þess er miklu
auðveldara að fara frá þessu. Allt
sem gerist er skráð í tölvuna, t.d.
allt sem er afbrigðilegt með hver-
ja kú, svo sem hvort mjólk úr ein-
um spena megi ekki fara saman
við. Krakkar í dag em líka orðnir
svo klárir á tölvumar að þeir geta
nánast sinnt þessu ef þau hafa nú ;
líka svolítið auga fyrir skepnun-
um.
Svo er það breytingin sem verð-
ur þegar það er skipt um mann í
fjósinu. Ég hafði þá reynslu áður
að ef nýr maður leysti af í einn til
tvo daga, þá gat nytin hlunkast
niður. Ég hef stundum sagt að
mjaltarinn skiptir aldrei skapi og
sé jafnvel enn þrjóskari en “Egl-
amir”.
Nú hefur að undanförnu verið
nokkur umrœða um stœrð fjöl-
skyldubús í mjólkurframleiðslu.
Vilt þú flokka þitt bú, með 300 -
400 þúsund lítra ársframleiðslu,
sem fjölskyldubú?
Hví ekki? Nútíma fjölskylda
sættir sig ekki við hvaða vinnuað-
stöðu sem er og að geta aldrei
bmgðið sér frá. Þetta er dýrara í
upphafi en það sparast við þetta
pláss og fleira þannig að þetta er
ekki svo mikið dýrara þegar upp
er staðið. Til að nýta fjárfesting-
una þarf þetta 300 - 400 þúsund
lítra og þarna er komin vinnuað-
staða sem er í takt við nútíma-
kröfúr og léttir alla vinnu og af-
leysingar.
Ég fullyrði að ijölskylda eigi
auðvelt með að sinna svona búi.
Það er líka misjafnt hvað fjöl-
skylda er stór.
Þýðir þetta þá ekki að með
þessari bústærð fara kúabú á
landinu niðurfyrir 300?
Já, þau gera það, en ég held að
þau geri það hvort eð er. A Aust-
urlandi fækkar búum alveg burt-
séð frá því hvaða bústærð menn
telja æskilega.
Það er ekkert kappsmál mitt að
búum fækki og ef einhver getur
bent ntér á ráð til að koma í veg
fyrir það þá skal ég hlusta á það.
En ef þeim fækkar þá fmnst mér
stærsti punkturinn í því sá að þeir
sem eftir verða séu í stakk búnir
til að geta framleitt mjólk fyrir ís-
lenska neytendur og staðist
ákveðna samkeppni erlendis frá
sem vaxandi þrýstingur er á. Því
betur sem við búum okkur undir
það, svo sem í tækni, vinnuað-
stöðu, góðum gripum og stærð
búanna, því betra.
M.E.
Altalað á kaffistofunni
Fyrir nokkrum áratugum
gerðist það að eyfirskir
bændur efndu til hóp-
ferðar vestur á Snæfellsnes. A
Snæfellsnesi fékk hópurinn
heimamann sem leiðsögu-
mann sem lýsti öllum kenni-
leitum.
Þegar komið var á sunnanvert
Nesið og ekið var um Staðar-
sveit var skyggni lítið, úrkoma
og þungbúið. Til að hressa upp á
mannskapinn varð að ráði að
Sigríður Schiöth í Hólshúsum í
Eyjafirði, einn þátttakandanna í
ferðinni, var fengin til að stjóma
söng í rútunni. Gekk svo um
stund, en þá greip leiðsögumað-
urinn hátalarann og mælti: Þetta
er gaul.
Við þau orð snarþagnaði söng-
urinn og benti þá leiðsögumað-
urinn út um gluggann og sagði:
Þama sjáið þið bæinn Gaul.
Freyr 3/2004 - 13 |