Freyr - 01.04.2004, Blaðsíða 4
Mjaltarinn hefur reynst
mikill happagripur
Viðtal við Gunnar Jónsson, bónda á Egilsstöðum á Völlum
Egilsstaðir á Völlum er
ein glæsilegasta bújörð
hér á landi og hefur
lengi verið setin með miklum
myndarbrag. Sama ættin hefur
búið á jörðinni í fjóra ættliði
eða frá því Jón Bergsson keypti
jörðina um aldamótin 1900 og
viðhafði þá þau orð að þarna
yrðu krossgötur þegar fram
liðu stundir og reyndust það
orð að sönnu.
I samræmi við það byggði hann
stórt hús á jörðinni, bæði sem
íbúðarhús en einnig sem gistihús.
Við öðrum hluta jarðarinnar tók
Sveinn, sonur hans, en Pétur, son-
ur hans, tók við hinum. Sveinn
dreif upp mikinn búskap strax á
þriðja tug 20. aldar, með miklum
útihúsabyggingum og ræktun og
inn í búskapinn gengu synir hans,
Jón Egill og Ingimar, um miðja
öldina og ráku þeir saman fjöl-
þættan búrekstur sem vart átti sér
hliðstæðu hér á landi. Réð því
ekki hvað síst vakandi auga þeirra
fyrir nýjungum í bútækni sem þá
var að koma fram á sjónarsviðið.
Um 1977 kemur svo Gunnar,
sonur Jóns Egils, inn í búrekstur-
inn og um tíma bjuggu þrír ættlið-
ir saman, eða þar til Sveinn lést
árið 1981. Ingimar seldi svo sinn
hlut 1984 og tók við kennarastarfi
á Hvanneyri. Síðan hafa þeir
feðgar Gunnar og Jón Egill staðið
fyrir búrekstri á Egilsstöðum
ásamt ljölskyldum sínum.
Kona Gunnars er Vigdís Svein-
björnsdóttir og eiga þau þrjú böm
sem öll hafa unnið meira og
minna við búið, jafnframt námi.
Við Jón Viðar Jónmundsson
settumst niður með Gunnar í að-
draganda nýliðins búnaðarþings
til að fræðast hjá honum um Eg-
ilsstaði og búskapinn sem þar er
rekinn, en fyrst spyrjum við hann
um námsferil hans.
Eg tók stúdentspróf frá MA árið
1973 og reyndi fyrir mér í jarð-
fræði við HI veturinn á eftir og
fann mig í náminu en ekki í
Reykjavík. Haustið 1974 hóf ég
svo nám við Edinborgarháskóla í
landbúnaðardeild og lauk þar
HND-prófi (Higher National
Diploma) þremur árum síðar.
Þetta nám var hugsað einkum fyr-
ir þá sem ætla í búskap og/eða bú-
stjómun, enda fór ég beint í bú-
skapinn heima að námi loknu.
JÖRÐIN EGILSSTAÐIR Á VÖLLUM
Aður en lengra er haldið vœri
fróðlegt að fá svolitla lýsingu á
Egilsstaðajörðinni.
Já, jörðin skiptist í Egilsstaði I
og II strax um 1920. Ég bý á Eg-
ilsstöðum I, en böm Péturs, afa-
bróður míns, þau Margrét, Jón og
Áslaug, eiga Egilsstaði II. Þar er
ekki rekinn búskapur lengur en
við nytjum túnin. Sonur og
tengdadóttir Margrétar eiga svo
gamla húsið og reka þar hótel af
miklum myndarskap.
Undir Egilsstaði I heyrir líka
jörðin Dalhús, sem liggur að Eg-
ilsstöðum, og var hún keypt eink-
um til að beita þar sauðfé. Við
nýtum jörðina lítið i dag en þar er
Vigdis Sveinbjörnsdóttir og Gunnar Jónsson og dóttir þeirra Herdís Magna.
(Ljósmyndir: Sigurður Aóalsteinsson).
14 - Freyr 3/2004