Freyr - 01.04.2004, Blaðsíða 5
Egilsstaðir á Völlum, útsýni frá kauptúninu.
þó dálítil ræktun og nautum var
beitt þar áður fyrr.
Þéttbýlið, Egilsstaðabær, er
byggt úr landi Egilsstaða og klýf-
ur núna jörðina í tvennt, en fyrir
ofan þéttbýlið er verulegt land
sem Egilsstaðir eiga og mikið
skógi vaxið. Þar erum við með
hús fyrir holdagripina og verulega
ræktun. Þetta er frjósamt land og
birkið sprettur upp hvar sem það
fær frið til þess.
Flugvallarsvæðið?
Það er allt, eins og þéttbýlið, úr
landi Egilsstaða. Gamla flugvall-
arsvæðið var á sínum tíma tekið
eignamámi, en þegar nýi flugvöll-
urinn var gerður þá fóm fram
makaskipti á landi.
Hvernig er land jarðarinnar
fallið til rœktunar?
Þetta er tvenns konar land, ann-
ars vegar er það myndað úr fram-
burði Eyvindarár en áin hefur
fyllt upp þetta nes út í Lagarfljót-
ið. Þetta er mjög skemmtilegt
land til ræktunar, undir því er möl
og þama þarf enga framræslu-
skurði. A móti kemur að þetta er
flatt land og við höfum stundum
lent illa í kali þegar bunkast upp
svell á því.
Síðan þegar kemur nær þéttbýl-
inu þá em þar orðnar mýrar, sem
em mjög frjósamar þegar búið er
að ræsa þær fram.
En búið þið ekki við flóðahœttu
á þessu landi?
Jú, það er flóðahætta þama,
einkum á Nesinu eins og það er
kallað og er mikilvægt ræktunar-
land fyrir okkur. Komræktin er
t.d. öll þama, en þó ekki á flóð-
hættasta landinu.
Við höfum oft orðið fyrir vem-
legu tjóni af völdum flóða á vorin,
bæði vegna þess að við höfum
orðið að seinka áburðardreifingu
af þeim sökum og eins hefur það
komið fyrir að Nesið hafi farið
undir vatn eftir að búið var að
bera á og þá þýðir ekkert annað en
að bera á aftur fullan skammt.
Annað, sem gerist með þessum
flóðum, er að það berst leir í land-
ið úr Fljótinu og skepnur láta illa
við leimgu heyi, einkum ef verk-
að í rúllur eða vothey, en síður
meðan heyið var fullþurrkað á
túninu.
Ofan þorps, uppi í skóginum, er
svo þriðja landgerðin sem við
nytjum. Þar er heilmikið land, allt
vaxið birkiskógi. Mýramar þama
vom framræstar á sínum tíma og
þá gilti að breyta þeim fljótt í tún
ef menn ætluðu að vera á undan
skóginum sem sótti þá stíft að
mýrlendinu.
Þetta er líka mjög frjósamt land
en stykkin eru óregluleg í lögun
og því ekki hentug til vinnslu með
stórum tækjum, en alltaf fínnst
mér gaman að vinna í þessu landi
þama upp frá.
Eg held að þetta sé sérstakt land
hér á landi, það er skógur allt í
kringum stykkin og þau sjást ekki
af veginum, þarna er þvf afar skýlt
og landið grasgefið.
Hvað látið þið túnin verða göm-
ul?
Það er misjafnt eftir landi.
Þama upp frá er t.d. mjög erfítt að
endurrækta, stykkin óregluleg og
skógurinn kominn í skurðina eins
og limgerði. Þegar svo á að fara
að hreinsa upp úr þeim og moka
inn á spildumar þá þvælast lurk-
amir fyrir tækjunum. Þama hefur
því ræktunin verið lítið endumýj-
uð, en vallarfoxgrasið aftur enst
fiirðu vel, en annars hefiir gamli
gróðurinn náð yfirhöndinni.
En það er góð hefð Jýrir endur-
rcektun á Egilsstaðabúinu?
Já, ég býst við að við plægjum
kringum 30 ha á ári bæði til end-
urræktunar og grænfóðurræktar
enda hef ég gaman af að plægja.
Kornrækt
Kornræktin hjá ykkur?
Freyr 3/2004 - 5 |