Freyr

Árgangur

Freyr - 01.04.2004, Blaðsíða 48

Freyr - 01.04.2004, Blaðsíða 48
Bygg í fóðri mjólkurkúa Byggrækt hefur aukist mjög mikið síðustu ár. Á árinu 2003 er áætlað að sáð hafi verið í um 2.600 ha. vítt um land. Meðaluppskera var 3,8-4,0 tonn/ha af þurru byggi eða um 10 þús. tonn í heild (Jónatan Hermannsson, munnlegar heimildir). Til sam- anburðar má áætla að heildar- notkun kjarnfóðurs í mjólkur- kýr sé um 25 þús. tonn á ári. Bygg er áhugavert fóður fyrir nautgripi. Efnasamsetning byggs er þó ekki í jafnvægi við þarfir mjólkurkúa. Það er orkuríkt en aftur á móti lágt í próteini, tréni og steinefnum (tafla 1). Sérstaklega þarf að taka tilliti til lágra gilda fyrir kalsíum og magnesíum. Bygg hentar vel með öðru fóðri og þá sérstaklega í heilfóðri. Þroskastig og verkun byggs get- ur haft nokkur áhrif á efnasam- setningu og fóðurgildi þess. Ólíkt grasi lækka tréni og aska á sama tíma og orka, prótein og fita hækka með auknum þroska. Þurrkun byggs tryggir besta mögulega efnainnihald en við vot- verkun brotna næringarefnin að hluta til niður. Própíonsýra tak- markar gerjunina sem á sér stað við votverkun og með því móti minnkar efnatapið. Tilraunir á Möðruvöllum 1996 og Stóra Ármóti 1997, þar sem fóðurgildi mismunandi byggs var rannsakað, sýndu að gerð byggs- ins hafði lítil áhrif á át og afurðir, en tilhneiging var til að votverk- aða byggið kæmi best út. Átgeta er helsti takmarkandi þáttur í fóðrun mjólkurkúa. Til að vinna gegn þessu hafa bændur aukið orkustyrk fóðurs og hækk- að hlutfall kjarnfóðurs í heildar- fóðri verulega, sérstaklega í byrj- un mjaltaskeiðs. Kjamfóðurgjöf er á bilinu 15 -30 kg fyrir hverja 100 lítra mjólkur framleidda og hámarkskjarnfóðurgjöf er nú víða 10 -12 kg á kú á dag. Þessi mikla aukning á orkustyrk fóð- ursins hefur víðtæk áhrif á efna- skipti kýrinnar og efnasamsetn- ingu afurðanna. Hámarksafurða- stefna kallar á meiri nákvæmni við fóðrun. Ef ekki er komið til móts við fóðurþarfir leiðir það til aukins álags á kýrnar og eykur jafnframt hættuna á framleiðslu- sjúkdómum. Há nyt sem slík eykur ekki hættuna á efnaskipta- sjúkdómum enda má segja að heilbrigði sé forsenda mikilla af- urða. Það er fyrst og fremst ójafnvægi í fóðursamsetningu og fóðrun sem veldur framleiðslu- sjúkdómum. I fóðri mjólkurkúa er um 60- 70% kolvetni (tréni, sterkja og sykur). Afgangurinn samanstend- ur af próteini, fitu og ösku. í nú- verandi fóðurmatskerfi gefur orkuinnihaldið (meltanleikinn) vísbendingar um eiginleika kol- vetnanna. Víða erlendis er fóður- matið mun nákvæmara og ein- stakir þættir kolvetnanna greindir. eftir Grétar Hrafn Harðarson, tilraunastjóra, Rannsókna- stofnun land- búnaðarins Fóðurþarfir fyrir hin ýmsu framleiðsluskeið mjólkurkúa má skilgreina með tilliti til allra þess- ara þátta (sbr. efnainnihald heil- fóðurs í töflu 1). Á einfaldan hátt má segja að fóður fyrir hámjólka kýr þarf að innihalda ákveðið lág- mark af tréni (torgerjanlegt kol- vetni), mikið magn auðgerjan- legra kolvetna og skapa aðstæður fyrir jafna gerjun án of mikillar sýrustigslækkunar í vömb (pH>5,7). Kýr í lægri nyt og með minni orkuþarfir geta nýtt fóður með lægri orkustyrk, þ.e.a.s. meira tréni. Tréni hefur neikvæð áhrif á meltanleika fóðurs og þar með fóðurgildi. Tréni er engu að síð- ur nauðsynlegt í fóðri jórturdýra því að það myndar “mottu” í Tafla 1. Samanburður á efnainnihaldi (g/kg þe.) byggs, heys og heilfóðurs ætlað hámjólka kúm. Bygg Hey Heilfóður FEm 1,13 0,79 1,00 ADF 70 190-220 NDF 190 290-320 Sterkja 470 280-320 Prótein 126 151 170 AAT 96-113 72 95 PBV -31--51 28 >0<40 Ca 0,4 3,3 6,5 P 2,9 3,3 4 Mg 1,1 2,1 3,5 K 6,7 19 >10 Na 0,3 1,0 2,0 | 48 - Freyr 3/2004
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.