Freyr

Volume

Freyr - 01.04.2004, Page 48

Freyr - 01.04.2004, Page 48
Bygg í fóðri mjólkurkúa Byggrækt hefur aukist mjög mikið síðustu ár. Á árinu 2003 er áætlað að sáð hafi verið í um 2.600 ha. vítt um land. Meðaluppskera var 3,8-4,0 tonn/ha af þurru byggi eða um 10 þús. tonn í heild (Jónatan Hermannsson, munnlegar heimildir). Til sam- anburðar má áætla að heildar- notkun kjarnfóðurs í mjólkur- kýr sé um 25 þús. tonn á ári. Bygg er áhugavert fóður fyrir nautgripi. Efnasamsetning byggs er þó ekki í jafnvægi við þarfir mjólkurkúa. Það er orkuríkt en aftur á móti lágt í próteini, tréni og steinefnum (tafla 1). Sérstaklega þarf að taka tilliti til lágra gilda fyrir kalsíum og magnesíum. Bygg hentar vel með öðru fóðri og þá sérstaklega í heilfóðri. Þroskastig og verkun byggs get- ur haft nokkur áhrif á efnasam- setningu og fóðurgildi þess. Ólíkt grasi lækka tréni og aska á sama tíma og orka, prótein og fita hækka með auknum þroska. Þurrkun byggs tryggir besta mögulega efnainnihald en við vot- verkun brotna næringarefnin að hluta til niður. Própíonsýra tak- markar gerjunina sem á sér stað við votverkun og með því móti minnkar efnatapið. Tilraunir á Möðruvöllum 1996 og Stóra Ármóti 1997, þar sem fóðurgildi mismunandi byggs var rannsakað, sýndu að gerð byggs- ins hafði lítil áhrif á át og afurðir, en tilhneiging var til að votverk- aða byggið kæmi best út. Átgeta er helsti takmarkandi þáttur í fóðrun mjólkurkúa. Til að vinna gegn þessu hafa bændur aukið orkustyrk fóðurs og hækk- að hlutfall kjarnfóðurs í heildar- fóðri verulega, sérstaklega í byrj- un mjaltaskeiðs. Kjamfóðurgjöf er á bilinu 15 -30 kg fyrir hverja 100 lítra mjólkur framleidda og hámarkskjarnfóðurgjöf er nú víða 10 -12 kg á kú á dag. Þessi mikla aukning á orkustyrk fóð- ursins hefur víðtæk áhrif á efna- skipti kýrinnar og efnasamsetn- ingu afurðanna. Hámarksafurða- stefna kallar á meiri nákvæmni við fóðrun. Ef ekki er komið til móts við fóðurþarfir leiðir það til aukins álags á kýrnar og eykur jafnframt hættuna á framleiðslu- sjúkdómum. Há nyt sem slík eykur ekki hættuna á efnaskipta- sjúkdómum enda má segja að heilbrigði sé forsenda mikilla af- urða. Það er fyrst og fremst ójafnvægi í fóðursamsetningu og fóðrun sem veldur framleiðslu- sjúkdómum. I fóðri mjólkurkúa er um 60- 70% kolvetni (tréni, sterkja og sykur). Afgangurinn samanstend- ur af próteini, fitu og ösku. í nú- verandi fóðurmatskerfi gefur orkuinnihaldið (meltanleikinn) vísbendingar um eiginleika kol- vetnanna. Víða erlendis er fóður- matið mun nákvæmara og ein- stakir þættir kolvetnanna greindir. eftir Grétar Hrafn Harðarson, tilraunastjóra, Rannsókna- stofnun land- búnaðarins Fóðurþarfir fyrir hin ýmsu framleiðsluskeið mjólkurkúa má skilgreina með tilliti til allra þess- ara þátta (sbr. efnainnihald heil- fóðurs í töflu 1). Á einfaldan hátt má segja að fóður fyrir hámjólka kýr þarf að innihalda ákveðið lág- mark af tréni (torgerjanlegt kol- vetni), mikið magn auðgerjan- legra kolvetna og skapa aðstæður fyrir jafna gerjun án of mikillar sýrustigslækkunar í vömb (pH>5,7). Kýr í lægri nyt og með minni orkuþarfir geta nýtt fóður með lægri orkustyrk, þ.e.a.s. meira tréni. Tréni hefur neikvæð áhrif á meltanleika fóðurs og þar með fóðurgildi. Tréni er engu að síð- ur nauðsynlegt í fóðri jórturdýra því að það myndar “mottu” í Tafla 1. Samanburður á efnainnihaldi (g/kg þe.) byggs, heys og heilfóðurs ætlað hámjólka kúm. Bygg Hey Heilfóður FEm 1,13 0,79 1,00 ADF 70 190-220 NDF 190 290-320 Sterkja 470 280-320 Prótein 126 151 170 AAT 96-113 72 95 PBV -31--51 28 >0<40 Ca 0,4 3,3 6,5 P 2,9 3,3 4 Mg 1,1 2,1 3,5 K 6,7 19 >10 Na 0,3 1,0 2,0 | 48 - Freyr 3/2004

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.