Andvari - 01.01.2010, Blaðsíða 23
ANDVARI
BJÖRN ÓLAFSSON
21
Björn Ólafsson var annálaður ferðagarpur. Hann ferðaðist fyrst með Nafnlausa
félaginu og stofnaði siðan ásamt öðrum Ferðafélag íslands. Hér er hann
með félögum sínum í hádegisverði undan Langjökli 1918, en 'pá könnuðu þeir
Þórisdal. Skrifaði hann grein í Eimreiðina þetta ár um ferðina. Frá v.: Halldór
Jónsson í Hrauntúni, Helgi Jónasson frá Brennu, Björn, Einar Viðar og Haraldur
Johannessen.
starfaði fjölmenn stjórn. Var Björn Ólafsson í henni, yngstur stjórnar-
manna, aðeins 29 ára að aldri, og sat hann í stjórn í 22 ár. Björn var
líka í fyrstu framkvæmdanefnd Rauða krossins ásamt þeim Sveini,
Guðmundi Thoroddsen lækni, Gunnlaugi Claessen og Magnúsi Kjaran
stórkaupmanni.39
Björn Ólafsson var áhugamaður um skynsamlegri útfararsiði en
tíðkast höfðu á íslandi, svonefndar bálfarir. Föstudaginn 26. janúar
1934 sótti hann fund, sem Sveinn Björnsson sendiherra og Gunnlaugur
Claessen læknir höfðu boðað á Hótel Borg. Lagði Sveinn þar fram
frumvarp til félagslaga, sem hann hafði samið að ósk Gunnlaugs.
Stofnfundurinn var haldinn í Kaupþingssalnum þriðjudagskvöldið 6.
febrúar 1934. Björn Ólafsson var fundarstjóri, en Gunnlaugur Claessen
flutti erindi. í stjórn voru kosnir Gunnlaugur Claessen, sem var formaður,
Benedikt Gröndal verkfræðingur, Björn Ólafsson stórkaupmaður, sem
var gjaldkeri, Agúst Jósefsson heilbrigðisfulltrúi og Gunnar Einarsson
prentsmiðjustjóri.40 Björn flutti útvarpserindi 15. október 1936 um þetta