Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2010, Blaðsíða 64

Andvari - 01.01.2010, Blaðsíða 64
62 JÓN KARL HELGASON ANDVARI Þá vaknaði Jakob af svefni sínum og mælti: „Sannarlega er Drottinn á þessum stað og ég vissi það ekki.“ Og hann varð hræddur og sagði: „Hversu óttalegur er þessi staður. Hér er vissulega Guðs hús og hlið himins." (28:11-17) Líkt og James L. Kugel rekur í nýlegu riti um Jakobsstigann var hann túlk- aður með margvíslegum hætti af elstu biblíutúlkendum, allt frá því að vera einfaldlega hlið himnaríkis til þess að vera tákn fyrir hvikult veraldargengi (eða tröppugang) hinna tólf ættkvísla ísraels í veraldarsögunni en þar skipti höfuðmáli að englarnir fara ekki bara upp heldur líka „ofan eftir stiganum“.3 í Vikivaka er augljóslega gengið út frá fyrri túlkuninni - hinir framliðnu „lesa sig upp stigann í áttina til eilífrar sælu og annars frelsis“ (s. 221) - en um leið er athyglisvert að grafarbúarnir skuli vera tólf að tölu, jafnmargir sonum Jakobs. Eldsneyti dýrðareldsins Tvær óvenjulegustu afturgöngurnar sem koma upp úr gröfunum á Fokstöðum eru hauslaus búkur og búklaust höfuð. Þessir tveir líkamspartar tilheyra hvor sínum einstaklingi. Höfuðið reynist vera af Gretti Asmundarsyni og talar það löngum stundum við Jaka, meðal annars um gloppurnar í varðveittri gerð Grettis sögu. Hins vegar fæst aldrei botn í hvaða heiti búkurinn gegndi í lif- anda lífi en í rás sögunnar hleypur hann í spik og verður táknmynd hreinna líkamlegra hvata. Lýsing Jaka á þeirri aðferð sem hinar afturgöngurnar nota til að fóðra búkinn er til marks um það. Silfurtrekt er komið fyrir í vélindanu, „og niður um þetta málmgin hellti Þorgerður húsfreyja hæfilegum sopum, fyrst mjólk, sem að vísu hvarf ofan í hann, en virtist ekki auka honum gleði, þar næst víni, sem hann tók við spriklandi af kátínu og strauk sig um kvið- inn“ (s. 140). Ég hef í grein í Skírni tekið þessa lýsingu sem dæmi um súrreal- ísk einkenni í textanum og birt til skýringar tvö sýnishorn úr málverkinu Dómsdegi (1482 eða síðar) eftir hollenska málarann Hieronymus Bosch, einn af áhrifavöldum evrópskra súrrealista tuttugustu aldar. Á myndinni má meðal annars sjá rauðlitaðan djöful hella víni úr tunnu beint í gin rænulítils nakins manns og mannslíkama sem virðist hafa orðið viðskila við höfuð og annan handlegg sinn. Þar eru líka einkennileg búklaus höfuð á ferð, ýmist fótalaus, eða handalaus, sem og kynjaskepnur sem virðast vera að hálfu leyti dýr og að hálfu leyti menn.4 Það er ekki þar með sagt að mynd Bosch hafi haft bein áhrif á sköpun Vikivaka. Verkið tilheyrir langri hefð dómsdagslýsinga sem á upptök sín í textum Biblíunnar og hefur þróast í bókmenntum og myndlist um aldir. í lista-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.