Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2010, Blaðsíða 46

Andvari - 01.01.2010, Blaðsíða 46
44 HANNES HÓLMSTEINN GISSURARSON ANDVARI heldur við greiðslugetu fyrirtækjanna. Verkalýðshreyfingin, sem þá var mjög öflug og undir stjórn herskárra sósíalista, léði hins vegar ekki máls á neinum slíkum breytingum. Olafur Thors vildi gjarnan um þessar mundir, að Björn Ólafsson hætti stjórnmálaafskiptum, og bauð honum 1946 stöðu landsbankastjóra eða sendiherra í Lundúnum.110 Björn var hins vegar fjárhagslega sjálf- stæður og hafnaði þessum boðum. Hann tók þátt í prófkjöri sjálfstæðis- manna fyrir þingkosningarnar 1946. Varð hann þar sjötti í röðinni eftir atkvæðafjölda, á eftir Bjarna Benediktssyni borgarstjóra, Pétri Magnússyni bankastjóra, Hallgrími Benediktssyni heildsala, Sigurði Kristjánssyni ritstjóra og Jóhanni Hafstein, framkvæmdastjóra Sjálf- stæðisflokksins. Hlaut Björn aðeins rúman helming atkvæða á við Jóhann í prófkjörinu.111 Samkvæmt þessum úrslitum hefði Björn ekki komist á þing, því að flokkurinn gat aðeins gert sér vonir um fimm þingsæti úr Reykjavík (fjóra menn kjördæmakjörna af átta alls og einn uppbótarmann). En Björn hótaði því að bjóða fram sérlista, fengi hann ekki eitt af fimm efstu sætum listans. Stofnaði hann „Félag óháðra sjálfstæðismanna“.112 Forystumenn flokksins töldu sér nauðugan einn kost að setja Björn í fimmta sæti listans, og færði Bjarni Benediktsson sig úr fyrsta í sjötta sæti, en aðrir efstu menn í prófkjörinu voru kyrrir í sætum sínum. Þótt Björn nyti trausts, sérstaklega innan verslunarstéttarinnar, var hann ekki vinsæll og hafði lítt sinnt flokksstarfi, og í þingkosning- unum 30. júní 1946 strikuðu svo margir kjósendur Sjálfstæðisflokksins hann út (rúmlega eitt þúsund), að hann féll aftur niður í sjötta sæti, en Bjarni Benediktsson varð þingmaður (uppbótarmaður).113 Talið var, að menn nákomnir Jóhanni Hafstein, framkvæmdastjóra flokksins, hefðu skipulagt þessar útstrikanir, en Bjarni hefði sjálfur þar hvergi komið nærri. Höfðu þeir ekki sætt sig við samkomulag það, sem gert var við Björn.114 Þóttu þessar útstrikanir miklum tíðindum sæta. Björn varð fyrsti varaþingmaður flokksins í Reykjavík. En nýsköpunar- stjórnin sprakk haustið 1946 vegna ágreinings um utanríkismál. Vildu sósíalistar ekki gera samning við Bandaríkjamenn um, að þeir hefðu takmörkuð lendingarréttindi á Keflavíkurflugvelli vegna hernáms Þýskalands, því að þeir töldu það mikilvægt skref inn á áhrifasvæði Bandaríkjanna. Björn Ólafsson var hins vegar mjög hlynntur frekara samstarfi við Bandaríkjamenn og vildi þar jafnvel ganga lengra en helstu forystumenn Sjálfstæðisflokksins, þeir Ólafur Thors og Bjarni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.