Andvari - 01.01.2010, Blaðsíða 99
andvari
DRAUMSILKI DEGINUM FEGRA
97
Ef við aðhyllumst þá aðferð Matthíasar Viðars Sæmundssonar, sem ég vík
að síðar, að lesa út úr ljóðum þessara ára breytingar á lífssýn Jóhanns ætti
þessi sonnetta að sýna að hæpið getur verið að ætla sér að endurgera hugar-
heim skálds eftir einstökum ljóðum þess. Afstaða ljóðmælanda til lífsins er
tvíbent - vongleði æskunnar er horfin og framtíðin býður ekki upp á neinar
draumsýnir - en niðurstaðan er þó, þrátt fyrir allt, ást á lífinu og lotning fyrir
gæðum þess.
Eftirfarandi ljóð Jóhanns birtist í Skírni 1910, leikendur eru tvær konur,
sólin og nóttin.
Sólarlag
Sólin ilmar af eldi
allan guðslangan daginn,
faðmar að sér hvert einasta blóm,
andar logni yfir sæinn.
En þegar kvöldið er komið,
og kuldinn úr hafinu stígur,
þá kastar hún brandi á bláloftsins tjöld
og blóðug í logana hnígur.
Nóttin flýgur og flýgur
föl yfir himinbogann.
Myrkrinu eys hún á eldbrunnin tjöld,
eys því sem vatni yfir logann.
Föl og grátin hún gengur,
geislanna í blómunum leitar.
- Enginn í öllum þeim eilífa geim
elskaði sólina heitar.
»Blessuð sólin elskar allt,“ orti Hannes Hafstein, og „Myrkrið er manna
fjandi,“ segir í „Andvökusálmi“ Jónasar Hallgrímssonar. Ljós og myrkur eru
pólar í vitund okkar, daglegu máli og bókmenntunum, tákn fyrir gott og illt,
líf og dauða. Ljóð Jóhanns fjallar um þessa póla en gæðir samband þeirra
nýrri vídd. Sólin og nóttin eru persónugerðar og ljóðið lýsir athöfnum þeirra:
Sólin ,faðmar að sér blómin‘ og nóttin ,leitar geisla sólarinnar í blómunum1.
Begar sólin sest roðar hún fyrst himininn og síðan lög og láð (,kastar brandi á
bláloftsins tjöld og blóðug í logana hnígur‘), en nóttin kæfir ljós hennar (,eys
myrkri á eldbrunnin tjöld, eys því sem vatni yfir logann1). Fram að þessu, í
þremur fyrstu erindunum, hefur lýsingin á samskiptum sólar og nætur verið í
fullu samræmi við þær náttúrumyndir sem við teljum okkur þekkja. En í síð-
asta erindi verður ljóst að við þekkjum þær ekki nógu vel. Nóttin er ekki sátt
við það hlutskipti sitt að þurfa að má út sólarljósið, því enginn elskar sólina