Andvari - 01.01.2010, Blaðsíða 42
40
HANNES HÓLMSTEINN GISSURARSON
ANDVARI
Sveinn hitti Björn Ólafsson, sagði hann: „Ég bíð ekki lengur eftir því,
að flokkarnir myndi nýja stjórn, og ég er ákveðinn í að skipa utanþings-
stjórn, sem fer með stjórn landsins, meðan flokkarnir koma sér ekki
saman.“ Hann kvaðst líka setja það skilyrði, að Björn og aðrir þeir,
sem tækju við ráðherraembættum, leituðu ekki undir neinum kring-
umstæðum ráða hjá stjórnmálaflokkunum.97
Mikil leynd hvíldi yfir þessari stjórnarmyndun, og héldu þeir Sveinn
og hinir væntanlegu ráðherrar ekki fundi sína á Bessastöðum eða á
skrifstofu ríkisstjóra í Alþingishúsinu, heldur í húsi mágkonu Sveins
við Fjólugötu. Björn Ólafsson hitti hinn væntanlega forsætisráðherra, dr.
Björn Þórðarson, í fyrsta skipti mánudaginn 14. desember 1942. „Ég hélt
þá, að við mundum eiga lítt skap saman, því að mér þótti hann nokkuð
snöggur á manninn við fyrstu kynni,“ sagði Björn. „Én það fór á annan
veg.“98 Fréttin um utanþingsstjórnina kom eins og þruma úr heiðskíru
lofti, þegar Sveinn kvaddi Ólaf Thors forsætisráðherra á sinn fund
þriðjudaginn 15. desember 1942 og skýrði honum frá fyrirætlun sinni.
Ólafur hringdi strax í helstu trúnaðarmenn sína og boðaði þá til fundar.
Einn þeirra var Bjarni Benediktsson borgarstjóri. Svo vildi til, að bróð-
ursonur Sveins, Pétur Ólafsson, var staddur inni á skrifstofu borgarstjóra,
þegar Ólafur hringdi þangað. Bjarni sagði við hann eftir símtalið heldur
stuttur í spuna: „Þetta var Ólafur Thors. Ég vona, að Sveinn, frændi þinn,
viti, hvað hann er að gera, ef það er rétt, sem Ólafur segir mér.“99
Utanþingsstjórnin var mynduð á ríkisráðsfundi 16. desember 1942.
Dr. Björn Þórðarson var forsætisráðherra og hafði einnig með höndum
kirkjumál, Björn Ólafsson var fjármála- og viðskiptaráðherra, Vilhjálmur
Þór utanríkis- og atvinnumálaráðherra og Einar Arnórsson dóms- og
kennslumálaráðherra. Jóhann Sæmundsson var síðan skipaður félags-
málaráðherra 22. desember. Forystumenn Framsóknarflokksins tóku
utanþingsstjórninni öllu betur en sjálfstæðismenn, sem töldu sig illa
svikna. Ólafur Thors grunaði líka Svein Björnsson um græsku í skiln-
aðarmálinu, hann væri á einhvern hátt „skuldbundinn Danakonungi eða
dönskum stjórnvöldum“.100
Þau tvö ráðuneyti, sem Björn Ólafsson hafði á hendi, voru bæði
til húsa í Arnarhváli. Magnús Gíslason, fyrrverandi alþingismaður
Sjálfstæðisflokksins, var ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu, en Jón
Guðmundsson (bróðir Haraldar Guðmundssonar ráðherra) í viðskipta-
ráðuneytinu. Eitt meginverkefni utanþingsstjórnarinnar var að reyna að
hemja verðbólgu, sem orðin var talsverð vegna undanfarandi þenslu.