Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2010, Blaðsíða 40

Andvari - 01.01.2010, Blaðsíða 40
38 HANNES HÓLMSTEINN OISSURARSON ANDVARI sama ár. Þegar Bandaríkjastjórn fékk af því spurnir sumarið 1942, kom hún á framfæri við Ólaf þeirri skoðun, að það yrði íslandi til tjóns. Óttaðist stjórnin í Washington, að Þjóðverjar nýttu sér málið, ekki síst í Danmörku. Um leið tók hún fram, að hún hefði ekkert að athuga við sambandsslit árið 1944, eins og heimilt var samkvæmt sambands- lagasáttmálanum milli íslands og Danmerkur frá 1918. Ákvað Ólafur Thors í samráði við flokkssystkini sín að fresta sambandsslitum, þótt við það biði hann nokkurn álitshnekki.94 Minnihlutastjórn Ólafs Thors sagði af sér 14. nóvember 1942, þegar kjördæmaskipaninni hafði verið breytt eftir tvennar kosningar, enda naut hún ekki stuðnings meiri hluta Alþingis til annarra verka. Hófst mikið þóf. Sjálfstæðisflokkurinn var eftir breytinguna á kjördæmaskip- aninni orðinn stærsti flokkurinn á þingi, svo að fylgismönnum hans þótti eðlilegt, að hann hefði á hendi stjórnarforystu. Framsóknarmenn voru hins vegar ævareiðir Ólafi Thors vegna „eiðrofs“ hans, sem þeir kölluðu svo, og harðneituðu að setjast í stjórn undir forsæti hans. Breitt bil var talið milli Sjálfstæðisflokks og vinstri flokkanna tveggja, Alþýðuflokks og Sósíalistaflokks, sem einnig voru hvor öðrum frá- hverfir, enda hafði Sósíalistaflokkurinn verið stofnaður við klofning Alþýðuflokksins 1938. Líklega hefur við þetta bæst, að enginn flokkur gat unnt öðrum þess að hafa á hendi stjórnarforystu, þegar lýðveldi yrði stofnað á íslandi, eins og fyrirsjáanlegt var. Gekk hvorki né rak í nokkrar vikur. Hinn 3. desember tilkynntu forystumenn flokkanna, að þeir hefðu ekki náð samkomulagi um þjóð- stjórn, eins og stefnt hafði verið að. Sjálfstæðismenn töldu eðlilegt, að minnihlutastjórn Ólafs Thors sæti, uns tækist að mynda meirihluta- stjórn, en raddir heyrðust innan Sósíalistaflokks og Framsóknarflokks um embættismannastjórn. Sveinn Björnsson ríkisstjóri taldi vonlaust að mynda stjórn með stuðningi meiri hluta Alþingis við þessar aðstæður. Mánudaginn 7. desember sneri hann sér á laun til mikilsmetins emb- ættismanns, dr. Björns Þórðarsonar, lögmanns í Reykjavík, og bað hann að mynda utanþingsstjórn og hafa með sér í henni þá Björn Ólafsson og Vilhjálm Þór. Ein ástæða til þess, að dr. Björn varð fyrir valinu, var sú, að hann hafði skömmu áður, 1. desember 1942, flutt erindi í útvarpið, þar sem hann hvatti til þess, að farið yrði hægt í skilnaðinum við Dani. Sveinn var sömu skoðunar. Einnig var hugsun Sveins eflaust sú að endurnýja á sína vísu samstarf fyrri flokka. Þótt dr. Björn hefði lengi ekki haft afskipti af stjórnmálum, hafði hann verið í framboði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.