Andvari - 01.01.2010, Síða 40
38
HANNES HÓLMSTEINN OISSURARSON
ANDVARI
sama ár. Þegar Bandaríkjastjórn fékk af því spurnir sumarið 1942, kom
hún á framfæri við Ólaf þeirri skoðun, að það yrði íslandi til tjóns.
Óttaðist stjórnin í Washington, að Þjóðverjar nýttu sér málið, ekki
síst í Danmörku. Um leið tók hún fram, að hún hefði ekkert að athuga
við sambandsslit árið 1944, eins og heimilt var samkvæmt sambands-
lagasáttmálanum milli íslands og Danmerkur frá 1918. Ákvað Ólafur
Thors í samráði við flokkssystkini sín að fresta sambandsslitum, þótt
við það biði hann nokkurn álitshnekki.94
Minnihlutastjórn Ólafs Thors sagði af sér 14. nóvember 1942, þegar
kjördæmaskipaninni hafði verið breytt eftir tvennar kosningar, enda
naut hún ekki stuðnings meiri hluta Alþingis til annarra verka. Hófst
mikið þóf. Sjálfstæðisflokkurinn var eftir breytinguna á kjördæmaskip-
aninni orðinn stærsti flokkurinn á þingi, svo að fylgismönnum hans
þótti eðlilegt, að hann hefði á hendi stjórnarforystu. Framsóknarmenn
voru hins vegar ævareiðir Ólafi Thors vegna „eiðrofs“ hans, sem þeir
kölluðu svo, og harðneituðu að setjast í stjórn undir forsæti hans. Breitt
bil var talið milli Sjálfstæðisflokks og vinstri flokkanna tveggja,
Alþýðuflokks og Sósíalistaflokks, sem einnig voru hvor öðrum frá-
hverfir, enda hafði Sósíalistaflokkurinn verið stofnaður við klofning
Alþýðuflokksins 1938. Líklega hefur við þetta bæst, að enginn flokkur
gat unnt öðrum þess að hafa á hendi stjórnarforystu, þegar lýðveldi yrði
stofnað á íslandi, eins og fyrirsjáanlegt var.
Gekk hvorki né rak í nokkrar vikur. Hinn 3. desember tilkynntu
forystumenn flokkanna, að þeir hefðu ekki náð samkomulagi um þjóð-
stjórn, eins og stefnt hafði verið að. Sjálfstæðismenn töldu eðlilegt, að
minnihlutastjórn Ólafs Thors sæti, uns tækist að mynda meirihluta-
stjórn, en raddir heyrðust innan Sósíalistaflokks og Framsóknarflokks
um embættismannastjórn. Sveinn Björnsson ríkisstjóri taldi vonlaust að
mynda stjórn með stuðningi meiri hluta Alþingis við þessar aðstæður.
Mánudaginn 7. desember sneri hann sér á laun til mikilsmetins emb-
ættismanns, dr. Björns Þórðarsonar, lögmanns í Reykjavík, og bað hann
að mynda utanþingsstjórn og hafa með sér í henni þá Björn Ólafsson
og Vilhjálm Þór. Ein ástæða til þess, að dr. Björn varð fyrir valinu,
var sú, að hann hafði skömmu áður, 1. desember 1942, flutt erindi í
útvarpið, þar sem hann hvatti til þess, að farið yrði hægt í skilnaðinum
við Dani. Sveinn var sömu skoðunar. Einnig var hugsun Sveins eflaust
sú að endurnýja á sína vísu samstarf fyrri flokka. Þótt dr. Björn hefði
lengi ekki haft afskipti af stjórnmálum, hafði hann verið í framboði