Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2010, Blaðsíða 112

Andvari - 01.01.2010, Blaðsíða 112
110 ÞORSTEINN ÞORSTEINSSON ANDVARI Niðurstaða þessara hugleiðinga minna um gerðir „Sorgar“ og útgáfusögu kvæðisins er þá í stystu máli sú, að það sé undir sömu sök selt og önnur merk bókmenntaverk sem höfundi hefur ekki auðnast að ganga að fullu frá sjálfur. Svo að tekið sé sambærilegt og alkunnugt dæmi úr bókmennntasögunni: Flest meginverk Kafka voru ekki gefin út fyrr en að honum látnum, og reyndar gegn vilja hans, enda voru þau að dómi hans sjálfs ófullgerð. Samt blandast varla nokkrum manni hugur um að sú ákvörðun var rétt að gefa þau út. Og eins er með „Sorg“: Spurningin er ekki hvort heldur hvernig á að birta kvæðið. Ein leið er fræðileg útgáfa gerðanna allra, fimm að tölu. Engar tvær þeirra eru alveg eins og engin endanleg frá höfundarins hendi. Slík útgáfa þarf að vera til, en hún er bersýnilega ekki viðunandi lausn fyrir almenna ljóðalesendur, þeir þurfa lestrarútgáfu - án neðanmálsgreina eða bætifláka meðfram, eins og segir í ljóði eftir Sigfús Daðason.38 Önnur leið, og eflaust sú sem margir mundu aðhyllast, er að halda áfram að birta þá gerð sem Sigurður Nordal bjó til útgáfu 1927 og víða hefur verið endurprentuð. Það er sú „Sorg“ sem menn þekkja og hafa hrifist af. Um sjálfan mig get ég þó sagt að eftir að hafa kynnt mér öll handrit kvæðis- ins kýs ég að færa mér í nyt að það er ófullgert og auk þess löngu óháð höfundar- rétti. Ég leyfi mér því að sleppa rauða drekanum eiturspúandi úr uppkastinu, sem að mínum dómi er slæmur hortittur í hinni fögru elegíu, en virða í staðinn þá breytingu Jóhanns að enda dóm sinn um lífið á lágværum, elegískum tóni. Að þessu leyti er niðurstaða mín sú sama og Jóns Viðars, sem á þakkir skildar fyrir að benda á þetta atriði. Uppsetningunni úr Vökugerð Nordals og hrynjandi hennar héldi ég svo að sjálfsögðu, enda er þetta hvorttveggja í fullu samræmi við það sem ætla má að hafi verið hinsti vilji Jóhanns. Þetta geri ég sem lesandi kvæðisins og mundi gera það einnig sem útgefandi. Hvað skal þá segja um útgáfu Sigurðar Nordal? Hann fer eins og eðlilegt er eftir blekhreinritinu svo langt sem það nær - það er skert, niðurlagið vantar - og síðan eftir blýantshandritinu en víkur þó frá því á tveimur stöðum og tekur í staðinn úr uppkastinu textabrigði sem ekki eru í öðrum handritum kvæðis- ins. Vandinn sem Sigurður stendur frammi fyrir er í því fólginn að ekkert handrit Jóhanns getur kallast endanlegt svo ótvírætt sé, og auk þess þekkir hann ekki Guðmundarhandritið sem styður niðurlag blýantshandritsins og dönsku þýðingarinnar. Sigurði er því nokkur vorkunn þó hann fari ekki þá leið sem nú væri eflaust talin eðlilegust; mér finnst að minnsta kosti hæpið að áfellast Sigurð þó svo ég hljóti að hafna vali hans, meðal annars vegna þess að ég nýt þekkingar sem hann bjó ekki yfir. Eins og áður segir finnur Jón Viðar að því að Sigurður hafi valið úr handritum að eigin smekk. Óvíst er að útgefandi komist með öllu hjá því þegar ekkert handrit höfundar er endanlegt, en hann ætti vissulega að láta þess getið. Og reyndar fæ ég ekki betur séð en eitthvað svipað hendi Jón Viðar sjálfan þó að í litlum mæli sé. Hann velur að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.