Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2010, Blaðsíða 98

Andvari - 01.01.2010, Blaðsíða 98
96 ÞORSTEINN ÞORSTEINSSON ANDVARI leitar skjóls í forsælunni af pálmatré - er áberandi óíslensk, mynd af erlendum stofni. En nýstárlegasta myndin, og sú sem einkum bendir til þess hvar ljóðið á heima meðal ljóða, er ,draumsilki deginum fegra sem nóttin hefur rakið upp úr silfurskrínum1, mynd sem bendir eindregið til náinna kynna skáldsins af symbólisma, sem reyndar var hin nýja stefna í ljóðlist á Norðurlöndum og víða í Evrópu þegar Jóhann orti ljóðið. Báðar þessar draummyndir, af vininum síg- andi í brunn æskunnar og hinu fagra draumsilki sem nóttin rekur upp úr silfur- skrínum, eru frumlegar og nýmæli í íslenskum skáldskap. Áratug áður hafði Sigmund Freud skrifað áhrifamikið rit um drauma og draumaráðningar.7 Fátt bendir þó til áhrifa frá þeim hugmyndastraumi. Og enn síður fylgir kvæðið hinni röklausu rökvísi draumlífsins sem súrrealistar kepptu að síðar meir. Ein- kenni symbólismans leyna sér hinsvegar ekki. Framandleg fegurð, dul, svefn og draumar, vandað ljóðform, óvenjulegar og langsóttar myndir, og elegískur tónn sem algengur var í ljóðum þeirrar stefnu: Allt ber að sama brunni. Önnur sonnetta eftir Jóhann birtist í Eimreidinni 1911: Sonnetta Vorið er liðið, ilmur ungra daga orðinn að þungum, sterkum sumarhita, æskan er horfin, engir draumar lita ókomna tímans gráa sinuhaga. Við erum fæddir úti á eyðiskaga, eilífðarsjórinn hefur dimma vita, fánýtar skeljar fyrir blóð og svita fengum við keyptar, það er mannsins saga. Þó hef ég aldrei elskað daginn heitar - eilífðar nafnið stafar barnsins tunga - fátæka líf! að þínum knjám ég krýp, áþekkur skuggablómi, er ljóssins leitar, - leggurinn veldur naumast eigin þunga - fórnandi höndum þína geisla eg gríp. Einnig hér, í fyrrihluta ljóðsins, ferhendunum, er sterkur elegískur tónn: Vor- ið er liðið, æskan horfin og framtíðin líkust gráum sinuhögum - mynd sem hæfir ekki illa þingeyskum bóndasyni í Höfn. Annað erindið tekur upp stef úr Prédikaranum: „Hvaða ávinning hefir maðurinn af öllu striti sínu, er hann streitist við undir sólinni?“ (Pd 1:3). í seinnihlutanum, þríhendunum, breytist hinsvegar tónninn og mælandi lýsir einlægri ást sinni og lotningu fyrir lífinu: „fátæka líf! að þínum knjám ég krýp“ - og líkir sér við hið veika blóm sem vex í skugga en leitar ljóssins: „fórnandi höndum þína geisla eg gríp“.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.