Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2010, Blaðsíða 73

Andvari - 01.01.2010, Blaðsíða 73
BRAGI ÞORGRÍMUR ÓLAFSSON Aðkomumaður í íslandssögunni Arfleifð Jörundar hundadagakonungs í íslenskum sagnaritum1 Inngangsorð Arið 2005 kom út í London ævisaga Jörundar hundadagakonungs eftir bóka- vörðinn og rithöfundinn Sarah Bakewell undir titlinum The English Dane? Bókin kom út bæði innbundin og í kilju og fékk góða dóma í enskum fjöl- miðlum.3 Var hún gefin út á íslensku sama ár hjá bókaforlaginu Skruddu og fékk þá talsverða umfjöllun:4 „lipurlega samin og læsileg," segir Jón Þ. Þór um hana í ritdómi í Morgunblaöinu, og bætir við að hún „varpar skýru og skemmtilegu ljósi á æviferil og persónu söguhetjunnar."5 í ævisögunni rekur Sarah ævintýri og lífsferil Jörundar alveg frá fæðingu hans í Danmörku árið 1780 og fram til andláts hans í Tasmaníu árið 1841. Sarah víkur stuttlega að arfleifð Jörundar á íslandi og dregur þá ályktun að hér á landi hafi menn ekki verið áhugasamir um að halda minningu hans á lofti: „Það er hugsað hlýlega til hans þar en ekki með neinu stolti, því að hann var aðkomumaður, sér- kennilegur og uppátektarsamur, en það kunna íslendingar lítt að meta."6 Með þessi orð í huga er áhugavert að kanna hvernig Jörundar hefur verið minnst í íslenskum söguritum, sérstaklega ef haft er í huga að hin skamma valdatíð hans á íslandi sumarið 1809 er af mörgum álitinn einn sérkennilegasti atburð- urinn í sögu landsins.7 Eftirmœli sagnaritara Þegar fjalla á um þau eftirmæli sem einstaklingar hafa skilið eftir sig í söguritum ber að hafa í huga að misjafnt er hversu ályktanaglaðir sagnfræð- ingar og sagnaritarar hafa verið í verkum sínum. Sumir hafa talið rétt að halda sínum persónulegu skoðunum frá því sem þeir eru að skrifa um og forðast að draga of miklar ályktanir um menn og málefni. Hér má t.d. benda á formála Jóns Þorkelssonar þjóðskjalavarðar að ævisögu Jörundar sem kom út 1892, en þar segist hann beita þeirri aðferð að hafa bókina sem fyllsta af »sönnum frásögnum" og láta atburðina mæla sjálfa „og má þá hver dæma um
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.