Andvari - 01.01.2010, Page 73
bragi þorgrímur ólafsson
Aðkomumaður í íslandssögunni
Arfleifd Jörundar hundadagakonungs
í íslenskum sagnaritum1
Inngangsorð
Árið 2005 kom út í London ævisaga Jörundar hundadagakonungs eftir bóka-
vörðinn og rithöfundinn Sarah Bakewell undir titlinum The English Dane.2
Bókin kom út bæði innbundin og í kilju og fékk góða dóma í enskum fjöl-
miðlum.3 Var hún gefin út á íslensku sama ár hjá bókaforlaginu Skruddu og
fékk þá talsverða umfjöllun:4 „lipurlega samin og læsileg,“ segir Jón Þ. Þór
um hana í ritdómi í Morgunblaðinu, og bætir við að hún „varpar skýru og
skemmtilegu ljósi á æviferil og persónu söguhetjunnar.“5 í ævisögunni rekur
Sarah ævintýri og lífsferil Jörundar alveg frá fæðingu hans í Danmörku árið
1780 og fram til andláts hans í Tasmaníu árið 1841. Sarah víkur stuttlega að
arfleifð Jörundar á íslandi og dregur þá ályktun að hér á landi hafi menn ekki
verið áhugasamir um að halda minningu hans á lofti: „Það er hugsað hlýlega
til hans þar en ekki með neinu stolti, því að hann var aðkomumaður, sér-
kennilegur og uppátektarsamur, en það kunna íslendingar lítt að meta.“6 Með
þessi orð í huga er áhugavert að kanna hvernig Jörundar hefur verið minnst
í íslenskum söguritum, sérstaklega ef haft er í huga að hin skamma valdatíð
hans á íslandi sumarið 1809 er af mörgum álitinn einn sérkennilegasti atburð-
urinn í sögu landsins.7
Eftirmæli sagnaritara
Þegar fjalla á um þau eftirmæli sem einstaklingar hafa skilið eftir sig í
söguritum ber að hafa í huga að misjafnt er hversu ályktanaglaðir sagnfræð-
ingar og sagnaritarar hafa verið í verkum sínum. Sumir hafa talið rétt að
halda sínum persónulegu skoðunum frá því sem þeir eru að skrifa um og
forðast að draga of miklar ályktanir um menn og málefni. Hér má t.d. benda
á formála Jóns Þorkelssonar þjóðskjalavarðar að ævisögu Jörundar sem kom
út 1892, en þar segist hann beita þeirri aðferð að hafa bókina sem fyllsta af
»sönnum frásögnum“ og láta atburðina mæla sjálfa „og má þá hver dæma um