Andvari - 01.01.2010, Blaðsíða 95
ÞORSTEINN ÞORSTEINSSON
Draumsilki deginum fegra
Árið 1898 birtist í blaðinu Dagskrá kvæði eftir ungt skáld, ættjarðarljóð í þjóð-
skáldastíl, fimm erindi með óbeinum vísunum í eldri ættjarðarljóð. Fátt var
þar frumlegt og fyrsta erindið hljóðaði svo:
ísland
Þar sem á stjörnuheiðum himinboga
við hálfan mána dansa norðurljós
og flétta í blómakranza rós við rós
og reifa himinhvelið björtum loga,
þar sem þau gylla grænan ís á sæ
og geislastöfum rita hvítan snæ,
þar er mín fósturjörð með fjöll og voga.1
Hið unga skáld var Jóhann Sigurjónsson frá Laxamýri í Suður-Þingeyjarsýslu,
átján ára gamall og greinilega undir þungu oki eldri meistara, ekki síst Bene-
dikts Gröndal. í öðrum kvæðum hans frá svipuðum tíma kveður við tóna frá
skáldi sem átti eftir að verða Jóhanni nákomnast allra íslenskra ljóðskálda,
Jónasi Hallgrímssyni. Eftir Jóhann liggur safn af ljóðum, ortum bæði á
íslensku og dönsku, sem duga mundi í lítið kver. Úrval þeirra hefur verið gefið
út tvisvar af Máli og menningu, í fyrra skiptið af Kristni E. Andréssyni með
aðkomu Sigurðar Nordal og í hið síðara af Atla Rafni Kristinssyni nokkuð
aukið.2 En Jóhann átti sér þann metnað að verða mikið leikskáld og sinnti
ljóðgáfu sinni því miður alltof lítið. Þau ljóð hans sem verulegu máli skipta
í íslenskri ljóðlistarsögu eru fá, og má telja þau á fingrum sér; þau eru hins-
vegar vafalítið meðal þess besta sem ort var á íslensku á síðustu öld. Hann orti
þau á skömmum tíma, á seinnihluta fyrsta áratugar aldarinnar, og ætlunin er
að fjalla nokkuð um þau hér á eftir. Þau eru nútímaljóð, og afar ólík kvæðinu
„ísland“.
En hvað eru nútímaljóð, hafa þau einhver skýr landamæri eða hvernig má
bera kennsl á þau? Efnið er nokkuð umdeilt og ekki er ætlunin að ræða það
til neinnar hlítar hér en láta duga að segja sem svo að nútímaljóð - í íslensku
samhengi - séu skáldskapur sem að ljóðhugsun og ljóðformi, efni og efnis-
tökum í senn, braut greinilega og margvíslega í bága við eldri ljóðhefðir
þegar hann kom fram hér á landi á öndverðri tuttugustu öld og aftur um