Andvari - 01.01.2010, Blaðsíða 36
34
HANNES HÓLMSTEINN GISSURARSON
ANDVARI
„Framundan var langt ferðalag og erfitt og ef til vill hættulegt,“ sagði
Vilhjálmur Þór síðar. „Við ræddum um erindin, sem við áttum að vinna
saman að, og um hætturnar framundan. Umræðurnar voru með þeirri
ró og stillingu, sem Birni Olafssyni er svo eðlileg.“78 Nefndarmennirnir
komu til New York 21. ágúst. Þaðan héldu þeir til Washington, þar
sem þeir gistu á Mayflower-gistihúsinu. Þeir hittu ýmsa bandaríska
frammámenn, Sumner Wells aðstoðarutanríkisráðherra, Adolf Berle
aðstoðarutanríkisráðherra og Cordell Hull utanríkisráðherra. Oskuðu
íslendingarnir eftir því, að Bandaríkjastjórn greiddi úr gjaldeyris-
vandræðum þjóðarinnar, því að sterlingspund hlóðust upp fyrir íslenska
vöru í Bretlandi, sem ekki var unnt að nota. Bandaríkjamenn reyndust
miklu samvinnuþýðari við íslendinga en Bretar. Samþykktu þeir eftir
nokkurt þóf að greiða í Bandaríkjadölum fyrir útflutning til Bretlands
samkvæmt „láns- og leigu“-kjörum þeim, sem Bretar nutu. Einnig var
samið um margvísleg vörukaup íslendinga í Bandaríkjunum. Gerbreytti
þetta aðstöðu Islendinga í stríðinu.
Björn Ólafsson hreifst mjög af Bandaríkjunum. „A þessu volduga
ríki byggir nú von sína sá hluti heimsins, sem berst fyrir lýðræði gegn
einræði. Þangað beinast nú allra augu. Þangað þurfa nú allir að sækja
einhverja hjálp.“ Hann var ánægður með móttökurnar: „Þótt við værum
fulltrúar minnsta ríkis veraldarinnar, var við okkur tekið og með okkur
farið eins og við værum fulltrúar frá voldugu sambandsríki.“79 Nefndin
lagði af stað heim frá Washington 21. nóvember, en varð afturreka á
heimleiðinni sökum vélarbilunar og komst ekki til Reykjavíkur fyrr en
20. desember 1941.80 í framhaldi af viðræðunum í Washington var und-
irritaður viðskiptasamningur milli Islands og Bandaríkjanna 27. ágúst
1943.81
ð.
s /
I ferð sinni til Bandaríkjanna haustið 1941 kynntist Björn Olafsson
svaladrykk þeim, sem kallast „Coca Cola“ á ensku, en gengur venjulega
á íslensku undir heitinu „kók“. Er nafnið á drykknum, sem samnefnt
fyrirtæki framleiðir, eitthvert kunnasta vörumerki í heimi. Fyrst var
kók framleitt í Bandaríkjunum árið 1886, er lyfjafræðingurinn John
Pemberton blandaði saman ýmsum efnum í drykk, sem átti aðallega að
hressa við þreytta ferðalanga á leið yfir gresjurnar miklu í Vesturheimi.