Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2010, Síða 36

Andvari - 01.01.2010, Síða 36
34 HANNES HÓLMSTEINN GISSURARSON ANDVARI „Framundan var langt ferðalag og erfitt og ef til vill hættulegt,“ sagði Vilhjálmur Þór síðar. „Við ræddum um erindin, sem við áttum að vinna saman að, og um hætturnar framundan. Umræðurnar voru með þeirri ró og stillingu, sem Birni Olafssyni er svo eðlileg.“78 Nefndarmennirnir komu til New York 21. ágúst. Þaðan héldu þeir til Washington, þar sem þeir gistu á Mayflower-gistihúsinu. Þeir hittu ýmsa bandaríska frammámenn, Sumner Wells aðstoðarutanríkisráðherra, Adolf Berle aðstoðarutanríkisráðherra og Cordell Hull utanríkisráðherra. Oskuðu íslendingarnir eftir því, að Bandaríkjastjórn greiddi úr gjaldeyris- vandræðum þjóðarinnar, því að sterlingspund hlóðust upp fyrir íslenska vöru í Bretlandi, sem ekki var unnt að nota. Bandaríkjamenn reyndust miklu samvinnuþýðari við íslendinga en Bretar. Samþykktu þeir eftir nokkurt þóf að greiða í Bandaríkjadölum fyrir útflutning til Bretlands samkvæmt „láns- og leigu“-kjörum þeim, sem Bretar nutu. Einnig var samið um margvísleg vörukaup íslendinga í Bandaríkjunum. Gerbreytti þetta aðstöðu Islendinga í stríðinu. Björn Ólafsson hreifst mjög af Bandaríkjunum. „A þessu volduga ríki byggir nú von sína sá hluti heimsins, sem berst fyrir lýðræði gegn einræði. Þangað beinast nú allra augu. Þangað þurfa nú allir að sækja einhverja hjálp.“ Hann var ánægður með móttökurnar: „Þótt við værum fulltrúar minnsta ríkis veraldarinnar, var við okkur tekið og með okkur farið eins og við værum fulltrúar frá voldugu sambandsríki.“79 Nefndin lagði af stað heim frá Washington 21. nóvember, en varð afturreka á heimleiðinni sökum vélarbilunar og komst ekki til Reykjavíkur fyrr en 20. desember 1941.80 í framhaldi af viðræðunum í Washington var und- irritaður viðskiptasamningur milli Islands og Bandaríkjanna 27. ágúst 1943.81 ð. s / I ferð sinni til Bandaríkjanna haustið 1941 kynntist Björn Olafsson svaladrykk þeim, sem kallast „Coca Cola“ á ensku, en gengur venjulega á íslensku undir heitinu „kók“. Er nafnið á drykknum, sem samnefnt fyrirtæki framleiðir, eitthvert kunnasta vörumerki í heimi. Fyrst var kók framleitt í Bandaríkjunum árið 1886, er lyfjafræðingurinn John Pemberton blandaði saman ýmsum efnum í drykk, sem átti aðallega að hressa við þreytta ferðalanga á leið yfir gresjurnar miklu í Vesturheimi.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.