Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2010, Blaðsíða 100

Andvari - 01.01.2010, Blaðsíða 100
98 ÞORSTEINN ÞORSTEINSSON ANDVARI jafn heitt og hún. Þessi skáldlega hugmynd Jóhanns gerir að verkum að ljóðið verður annað og meira en lýsing á náttúrufyrirbærum. I sömu átt hnígur mynd- mál kvæðisins sem er allt af einum stofni, að uppistöðu einfaldar persónugerv- ingar en einnig tvær langar myndhverfingar. Sólin og nóttin eru konur, ljóðið fjallar um kvennaástir. Sá þáttur myndi breytast ef ljóðið væri þýtt á grísku eða rómönsk mál, því þar er sólin karl. / svartnœtti eilífðarinnar vakir lífið og grœtur Hér að framan lýsti ég þeirri skoðun að upphaf nútímaljóða hér á landi væri að finna í fáeinum ljóðum Jóhanns Sigurjónssonar í byrjun tuttugustu aldar. I þeim má greina fyrstu markverðu áhrif symbólisma í íslenskum skáldskap en fleira skiptir máli. Hér á eftir er ætlunin að skoða frá ýmsum sjónarhornum fimm ,úrvalsljóð‘ Jóhanns sem ég leyfi mér að kalla svo vegna þess að þau eru að mínum dómi og margra annarra fullkomnust ljóða hans. Heimþrá Reikult er rótlaust þangið, rekst það um víðan sjá, straumar og votir vindar velkja því til og frá. Fuglar flugu yfir hafið með fögnuði og vængjagný - hurfu út í himinblámann hratt eins og vindlétt ský. Þangið, sem horfði á hópinn, var hnípið allan þann dag; bylgjan, sem bar það uppi, var blóðug um sólarlag. Ljóðið er samfelld mynd, það stillir upp andstæðum. Annarsvegar er þangið sem rekst til og frá stefnulaust og hinsvegar fuglahópur sem ræður ferð sinni sjálfur og er horfinn úr augsýn fyrr en varir. Tekið er fram að fuglarnir fljúgi „með fögnuði“ en þangið horfi „hnípið“ á eftir þeim. Ljóðið endar á óvenju- legri mynd: Bylgjan sem velkir þanginu var „blóðug um sólarlag". Það ber í fyrstu lotu að skilja þeim óbrotna skilningi að roða slær á hafflötinn þegar sólin er að setjast. En einkunnin ,blóðugur‘ er ekki hlutlaus lýsing á náttúru- fyrirbæri, þangið er persónugert, því ,blæðir‘. Fuglarnir og þangið eru greinilega tákn. Nærtækast virðist að skilja þau á þann veg að sögn þeirra sé andstæðurnar frelsi/ófrelsi, gerandi/þolandi og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.