Andvari - 01.01.2010, Síða 100
98
ÞORSTEINN ÞORSTEINSSON
ANDVARI
jafn heitt og hún. Þessi skáldlega hugmynd Jóhanns gerir að verkum að ljóðið
verður annað og meira en lýsing á náttúrufyrirbærum. I sömu átt hnígur mynd-
mál kvæðisins sem er allt af einum stofni, að uppistöðu einfaldar persónugerv-
ingar en einnig tvær langar myndhverfingar.
Sólin og nóttin eru konur, ljóðið fjallar um kvennaástir. Sá þáttur myndi
breytast ef ljóðið væri þýtt á grísku eða rómönsk mál, því þar er sólin karl.
/ svartnœtti eilífðarinnar vakir lífið og grœtur
Hér að framan lýsti ég þeirri skoðun að upphaf nútímaljóða hér á landi væri
að finna í fáeinum ljóðum Jóhanns Sigurjónssonar í byrjun tuttugustu aldar. I
þeim má greina fyrstu markverðu áhrif symbólisma í íslenskum skáldskap en
fleira skiptir máli. Hér á eftir er ætlunin að skoða frá ýmsum sjónarhornum
fimm ,úrvalsljóð‘ Jóhanns sem ég leyfi mér að kalla svo vegna þess að þau
eru að mínum dómi og margra annarra fullkomnust ljóða hans.
Heimþrá
Reikult er rótlaust þangið,
rekst það um víðan sjá,
straumar og votir vindar
velkja því til og frá.
Fuglar flugu yfir hafið
með fögnuði og vængjagný
- hurfu út í himinblámann
hratt eins og vindlétt ský.
Þangið, sem horfði á hópinn,
var hnípið allan þann dag;
bylgjan, sem bar það uppi,
var blóðug um sólarlag.
Ljóðið er samfelld mynd, það stillir upp andstæðum. Annarsvegar er þangið
sem rekst til og frá stefnulaust og hinsvegar fuglahópur sem ræður ferð sinni
sjálfur og er horfinn úr augsýn fyrr en varir. Tekið er fram að fuglarnir fljúgi
„með fögnuði“ en þangið horfi „hnípið“ á eftir þeim. Ljóðið endar á óvenju-
legri mynd: Bylgjan sem velkir þanginu var „blóðug um sólarlag". Það ber í
fyrstu lotu að skilja þeim óbrotna skilningi að roða slær á hafflötinn þegar
sólin er að setjast. En einkunnin ,blóðugur‘ er ekki hlutlaus lýsing á náttúru-
fyrirbæri, þangið er persónugert, því ,blæðir‘.
Fuglarnir og þangið eru greinilega tákn. Nærtækast virðist að skilja þau
á þann veg að sögn þeirra sé andstæðurnar frelsi/ófrelsi, gerandi/þolandi og