Andvari - 01.01.2010, Blaðsíða 67
andvari
DÓMSDAGSMYND GUNNARS GUNNARSSONAR
65
háttaðar plágur yfir mannkynið, þar á meðal haglél, blóðuga elda, eldgos,
stjörnuhröp, tunglmyrkva, sólmyrkva og móðuharðindi. Lúðrablástur fimmta
engilsins veldur engisprettnafaraldri og lúðrablástur þess sjötta styrjöldum en
lýsingar Opinberunarbókarinnar á þeim plágum skýrir dýrafræðina á mynd
Bosch:
Engispretturnar líktust hestum, búnum til bardaga. Á höfðinu báru þær eitthvað sem
líktist kórónu úr gulli og ásjónur þeirra voru sem ásjónur manna. Þær höfðu hár eins
og konur og tennur þeirra voru eins og í ljónum. Þær báru eins konar járnbrynjur og
vængjaþyturinn frá þeim var eins og vagnagnýr þegar margir hestar bruna fram til
bardaga. Þær hafa hala og brodda eins og sporðdrekar og í hölum þeirra býr máttur
þeirra til að kvelja menn í fimm mánuði. [...] Ég sá líka í sýninni hestana og þá sem riðu
þeim: Þeir höfðu eldrauðar, svartbláar og brennisteinsgular brynjur og höfuð hestanna
voru eins og ljónshöfuð. Af munnum þeirra gekk út eldur, reykur og brennisteinn.
(9:7-17)
Þessi lýsing staðfestir að súrrealisminn var ekki afmarkað stundarfyrirbrigði
í upphafi tuttugustu aldar heldur á hann sér djúpar rætur í bókmenntasögu
heirnsins.
I samanburði við heimsendamynd Opinberunarbókarinnar er stemningin í
yerki Gunnars Gunnarssonar fremur friðsæl. Þó má geta þess að eftir baðið
1 sundhöllinni og syndajátningar á skrifstofu Jaka setjast grafarbúarnir tólf
að drykkjuveislu sem endar á þeim vikivakadansi sem sagan dregur nafn sitt
af- Dansarnir sem sungnir eru við þetta tækifæri lýsa meðal annars holdlegri
munúð og heimslyst en þarna má einnig finna vikivaka með hinu drungalegu
viðlagi „Sökk í sjó sólin aftanrauða, / rammar rúnir ristir máni / og rignir
dauða“ (s. 146). Skýrasta samsvörunin við málverk Bosch birtist þó líklega í
eftirfarandi hugleiðingum Jaka um syndugt mannkynið:
Þegar ég leiði nú hugann aftur að þessari fyrirvaralausu dómsdagsnefnu, sem að vísu
varð miklu fremur dómsdagur sjálfs mín en gestahóps míns, og má mikið vera ef
slíkt verður ekki hlutur guðs vors og herra, þegar þar að kemur, fyllist ég nú aftur af
hátíðleik gagnvart algildum mætti sannleikans, gegn þeim dýrðareldi, sem öllu eyðir og
allt hreinsar. Ef maður vissi ekki betur, væri freisting að halda, að mannheimurinn með
allan sinn frumskógagróður lyga og uppgerðar væri nokkurskonar skógrækt, rekin með
það eitt fyrir augum að framleiða eldsneyti fyrir þetta ofsalega eldsbál; og tortímast í
því [...]. (s. 78)
Áthyglisvert er að Jaki skuli segja að heimsókn grafarbúanna hafi raun leitt
dómsdag yfir hann sjálfan. Þau orð vísa til niðurlags bókarinnar þar sem
hinir framliðnu komast til himna, þrátt fyrir að í hópnum séu bæði þjófar og
hordómsfólk, meðan höfundurinn sjálfur ferst fyrir fremur óljósar sakir.