Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2010, Síða 42

Andvari - 01.01.2010, Síða 42
40 HANNES HÓLMSTEINN GISSURARSON ANDVARI Sveinn hitti Björn Ólafsson, sagði hann: „Ég bíð ekki lengur eftir því, að flokkarnir myndi nýja stjórn, og ég er ákveðinn í að skipa utanþings- stjórn, sem fer með stjórn landsins, meðan flokkarnir koma sér ekki saman.“ Hann kvaðst líka setja það skilyrði, að Björn og aðrir þeir, sem tækju við ráðherraembættum, leituðu ekki undir neinum kring- umstæðum ráða hjá stjórnmálaflokkunum.97 Mikil leynd hvíldi yfir þessari stjórnarmyndun, og héldu þeir Sveinn og hinir væntanlegu ráðherrar ekki fundi sína á Bessastöðum eða á skrifstofu ríkisstjóra í Alþingishúsinu, heldur í húsi mágkonu Sveins við Fjólugötu. Björn Ólafsson hitti hinn væntanlega forsætisráðherra, dr. Björn Þórðarson, í fyrsta skipti mánudaginn 14. desember 1942. „Ég hélt þá, að við mundum eiga lítt skap saman, því að mér þótti hann nokkuð snöggur á manninn við fyrstu kynni,“ sagði Björn. „Én það fór á annan veg.“98 Fréttin um utanþingsstjórnina kom eins og þruma úr heiðskíru lofti, þegar Sveinn kvaddi Ólaf Thors forsætisráðherra á sinn fund þriðjudaginn 15. desember 1942 og skýrði honum frá fyrirætlun sinni. Ólafur hringdi strax í helstu trúnaðarmenn sína og boðaði þá til fundar. Einn þeirra var Bjarni Benediktsson borgarstjóri. Svo vildi til, að bróð- ursonur Sveins, Pétur Ólafsson, var staddur inni á skrifstofu borgarstjóra, þegar Ólafur hringdi þangað. Bjarni sagði við hann eftir símtalið heldur stuttur í spuna: „Þetta var Ólafur Thors. Ég vona, að Sveinn, frændi þinn, viti, hvað hann er að gera, ef það er rétt, sem Ólafur segir mér.“99 Utanþingsstjórnin var mynduð á ríkisráðsfundi 16. desember 1942. Dr. Björn Þórðarson var forsætisráðherra og hafði einnig með höndum kirkjumál, Björn Ólafsson var fjármála- og viðskiptaráðherra, Vilhjálmur Þór utanríkis- og atvinnumálaráðherra og Einar Arnórsson dóms- og kennslumálaráðherra. Jóhann Sæmundsson var síðan skipaður félags- málaráðherra 22. desember. Forystumenn Framsóknarflokksins tóku utanþingsstjórninni öllu betur en sjálfstæðismenn, sem töldu sig illa svikna. Ólafur Thors grunaði líka Svein Björnsson um græsku í skiln- aðarmálinu, hann væri á einhvern hátt „skuldbundinn Danakonungi eða dönskum stjórnvöldum“.100 Þau tvö ráðuneyti, sem Björn Ólafsson hafði á hendi, voru bæði til húsa í Arnarhváli. Magnús Gíslason, fyrrverandi alþingismaður Sjálfstæðisflokksins, var ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu, en Jón Guðmundsson (bróðir Haraldar Guðmundssonar ráðherra) í viðskipta- ráðuneytinu. Eitt meginverkefni utanþingsstjórnarinnar var að reyna að hemja verðbólgu, sem orðin var talsverð vegna undanfarandi þenslu.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.