Andvari - 01.01.2010, Side 46
44
HANNES HÓLMSTEINN GISSURARSON
ANDVARI
heldur við greiðslugetu fyrirtækjanna. Verkalýðshreyfingin, sem þá var
mjög öflug og undir stjórn herskárra sósíalista, léði hins vegar ekki
máls á neinum slíkum breytingum.
Olafur Thors vildi gjarnan um þessar mundir, að Björn Ólafsson
hætti stjórnmálaafskiptum, og bauð honum 1946 stöðu landsbankastjóra
eða sendiherra í Lundúnum.110 Björn var hins vegar fjárhagslega sjálf-
stæður og hafnaði þessum boðum. Hann tók þátt í prófkjöri sjálfstæðis-
manna fyrir þingkosningarnar 1946. Varð hann þar sjötti í röðinni
eftir atkvæðafjölda, á eftir Bjarna Benediktssyni borgarstjóra, Pétri
Magnússyni bankastjóra, Hallgrími Benediktssyni heildsala, Sigurði
Kristjánssyni ritstjóra og Jóhanni Hafstein, framkvæmdastjóra Sjálf-
stæðisflokksins. Hlaut Björn aðeins rúman helming atkvæða á við
Jóhann í prófkjörinu.111 Samkvæmt þessum úrslitum hefði Björn ekki
komist á þing, því að flokkurinn gat aðeins gert sér vonir um fimm
þingsæti úr Reykjavík (fjóra menn kjördæmakjörna af átta alls og einn
uppbótarmann). En Björn hótaði því að bjóða fram sérlista, fengi hann
ekki eitt af fimm efstu sætum listans. Stofnaði hann „Félag óháðra
sjálfstæðismanna“.112 Forystumenn flokksins töldu sér nauðugan einn
kost að setja Björn í fimmta sæti listans, og færði Bjarni Benediktsson
sig úr fyrsta í sjötta sæti, en aðrir efstu menn í prófkjörinu voru kyrrir
í sætum sínum.
Þótt Björn nyti trausts, sérstaklega innan verslunarstéttarinnar, var
hann ekki vinsæll og hafði lítt sinnt flokksstarfi, og í þingkosning-
unum 30. júní 1946 strikuðu svo margir kjósendur Sjálfstæðisflokksins
hann út (rúmlega eitt þúsund), að hann féll aftur niður í sjötta sæti, en
Bjarni Benediktsson varð þingmaður (uppbótarmaður).113 Talið var,
að menn nákomnir Jóhanni Hafstein, framkvæmdastjóra flokksins,
hefðu skipulagt þessar útstrikanir, en Bjarni hefði sjálfur þar hvergi
komið nærri. Höfðu þeir ekki sætt sig við samkomulag það, sem gert
var við Björn.114 Þóttu þessar útstrikanir miklum tíðindum sæta. Björn
varð fyrsti varaþingmaður flokksins í Reykjavík. En nýsköpunar-
stjórnin sprakk haustið 1946 vegna ágreinings um utanríkismál. Vildu
sósíalistar ekki gera samning við Bandaríkjamenn um, að þeir hefðu
takmörkuð lendingarréttindi á Keflavíkurflugvelli vegna hernáms
Þýskalands, því að þeir töldu það mikilvægt skref inn á áhrifasvæði
Bandaríkjanna. Björn Ólafsson var hins vegar mjög hlynntur frekara
samstarfi við Bandaríkjamenn og vildi þar jafnvel ganga lengra en
helstu forystumenn Sjálfstæðisflokksins, þeir Ólafur Thors og Bjarni