Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1933, Blaðsíða 26

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1933, Blaðsíða 26
6 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISPÉLAGS ÍSLENDINGA fræðum, er honu'm reyndust hald- góð og þung á metum gagnvart hinum hversdagslega fróðleik, er hið fortíðarlausa þjóðlíf hafði að bjóða. Hann flutti að heiman með sér ræktarsemina til þjóðar og tungu. Hún var í eðli hans og innræti ofin, og óx og skýrðist, eftir því sem árin færðust yfir hann, unz að lokum að sýna hana í orði og verki, varð honum að helgustu skyldunni við lífið. Hagleikur orða var honum veitt- ur að vög’gugjöf. Æfði hann þá gáfu og fágaði, svo í ræðu sem riti. Varð honum oftast svara- drjúgt til sóknar og vamar, en sem auðvitað var, aflaði það hon- um eigi ávalt fylgis eða vinsælda, en því meira álits, og hefir svo löngum farið. Jafnan stóð hann fastur á rétti íslenzkra mála, sem svo oft hafa verið hlálega misskil- in. Ekkert á fullkomnari rétt á sér en það, sem þroskar og far- sælir lífið. Framtíð, fortíðarlaus, er ekki til. Vér megum jafnt við því, að glata þekkingunni á hinni andlegu og siðferðilegu reynslu feðra vorra, sem vér megum við því,' að missa hæfileikann til sam- anburðar á því, er vér viljum kjósa eður hafna. Glaður var hann og reifur heim að sækja. Það var hans mesta yndi, að geta haft sem nánast sam- neyti og samgang við menn, er tekiö höfðu sér einhverja ákveðna afstöðu í lífinu, og þó hún væri öndverð þeirri afstöðu, sem hann sjálfur hafði valið sér. Ekkert út- sýni veitir það, að horfa aldrei öðruvísi en til einnar og sömu átt- ar yfir mannlífið. Það er að horfa út í bláinn. En félagsgreiningin olli því og hinar ytri aðstöður, sem skiftingin á meðal vor hefir skapað, að þetta samneyti hlaut lengi vel að vera all einskorðað. Hugur hans leitaði út fyrir þessi takmörk, og olli það skiftum skoðunum á hon- um, meðal þeirra, er aldrei eygja annað en það, sem á yfirborðinu liggur. Gagnrýnn var hann jafnan á af- stöðu sína og samferðasveitarinn- ar, og mun hafa hugsað þar um líkt og skáldið: Kjark þarf til að klifa og kynnast háu hergi. Betra er hug að hafa og hrapa — en fara hvergi. Verst af öllu illu er að vera blauður, leita ei neins, en látast lifa — en vera dauður. Hann unni lífinu of mjög til þess að hann gæti unað við það, að látast lifa, eða látið það afskifta- laust. sem var að gjörast í kring- um hann. Vitsmunalíf hans þrengdi æ meir og meir eftir víðáttumeira sjónarsviði og lunderni hans eftir víðtækari verkahring. Um aldamótin lagði hann niður prestsskap og þar með flest alla félagsstarfsemi, dró sig, um all- nokkur ár, svo að segja út úr líf- inu, er þó var fjarri upplagi hans. Á þeim tíma munu þær skapgerðir hafa mótast, er auðkendu hann all- an síðari hluta æfinnar. Þetta var dvölin á eyðimörkinni. Árið 1919 tekur hann upp prests- starfið að nýju'. Eindreginn hafði hann áður verið þeim málum, er hann bazt fyrir, en eindregnari varð hann þeim nú, eftir hinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.