Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1933, Blaðsíða 26
6
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISPÉLAGS ÍSLENDINGA
fræðum, er honu'm reyndust hald-
góð og þung á metum gagnvart
hinum hversdagslega fróðleik, er
hið fortíðarlausa þjóðlíf hafði að
bjóða. Hann flutti að heiman með
sér ræktarsemina til þjóðar og
tungu. Hún var í eðli hans og
innræti ofin, og óx og skýrðist,
eftir því sem árin færðust yfir
hann, unz að lokum að sýna hana
í orði og verki, varð honum að
helgustu skyldunni við lífið.
Hagleikur orða var honum veitt-
ur að vög’gugjöf. Æfði hann þá
gáfu og fágaði, svo í ræðu sem
riti. Varð honum oftast svara-
drjúgt til sóknar og vamar, en
sem auðvitað var, aflaði það hon-
um eigi ávalt fylgis eða vinsælda,
en því meira álits, og hefir svo
löngum farið. Jafnan stóð hann
fastur á rétti íslenzkra mála, sem
svo oft hafa verið hlálega misskil-
in. Ekkert á fullkomnari rétt á
sér en það, sem þroskar og far-
sælir lífið. Framtíð, fortíðarlaus,
er ekki til. Vér megum jafnt við
því, að glata þekkingunni á hinni
andlegu og siðferðilegu reynslu
feðra vorra, sem vér megum við
því,' að missa hæfileikann til sam-
anburðar á því, er vér viljum kjósa
eður hafna.
Glaður var hann og reifur heim
að sækja. Það var hans mesta
yndi, að geta haft sem nánast sam-
neyti og samgang við menn, er
tekiö höfðu sér einhverja ákveðna
afstöðu í lífinu, og þó hún væri
öndverð þeirri afstöðu, sem hann
sjálfur hafði valið sér. Ekkert út-
sýni veitir það, að horfa aldrei
öðruvísi en til einnar og sömu átt-
ar yfir mannlífið. Það er að horfa
út í bláinn. En félagsgreiningin olli
því og hinar ytri aðstöður, sem
skiftingin á meðal vor hefir skapað,
að þetta samneyti hlaut lengi vel að
vera all einskorðað. Hugur hans
leitaði út fyrir þessi takmörk, og
olli það skiftum skoðunum á hon-
um, meðal þeirra, er aldrei eygja
annað en það, sem á yfirborðinu
liggur.
Gagnrýnn var hann jafnan á af-
stöðu sína og samferðasveitarinn-
ar, og mun hafa hugsað þar um
líkt og skáldið:
Kjark þarf til að klifa
og kynnast háu hergi.
Betra er hug að hafa
og hrapa — en fara hvergi.
Verst af öllu illu
er að vera blauður,
leita ei neins, en látast
lifa — en vera dauður.
Hann unni lífinu of mjög til þess
að hann gæti unað við það, að
látast lifa, eða látið það afskifta-
laust. sem var að gjörast í kring-
um hann. Vitsmunalíf hans þrengdi
æ meir og meir eftir víðáttumeira
sjónarsviði og lunderni hans eftir
víðtækari verkahring.
Um aldamótin lagði hann niður
prestsskap og þar með flest alla
félagsstarfsemi, dró sig, um all-
nokkur ár, svo að segja út úr líf-
inu, er þó var fjarri upplagi hans.
Á þeim tíma munu þær skapgerðir
hafa mótast, er auðkendu hann all-
an síðari hluta æfinnar. Þetta var
dvölin á eyðimörkinni.
Árið 1919 tekur hann upp prests-
starfið að nýju'. Eindreginn hafði
hann áður verið þeim málum, er
hann bazt fyrir, en eindregnari
varð hann þeim nú, eftir hinn