Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1933, Blaðsíða 63

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1933, Blaðsíða 63
Eftir Jón J. Bíldfell Það er ekki ætlun mín, að skrifa æfisögu séra Jónasar A. Sigurðs- sonar. Til þess þarf bæði lengri tíma og meiri undirbúning, en eg á kost á að þessu sinni. En ástæð- an til þess, að eg rita þessi minn- ingarorð, er sú, að það væri með öllu ótilhlýðilegt, að Tímarit Þjóð- ræknisfélags íslendinga í Vestur- heimi, þess félags, sem hann var svo mikið riðinn við, var forseti í, þegar hann lézt, og sem honum var svo ant um, kæmi út, að dánar- dægri hans svo að segja nýaf- stöðnu, án þess að hans væri þar að einhverju minst. Það er æfinlega margt, sem hægt er að segja, þegar minst er látinna samferðamanna, hverjir sem þeir eru, því allir skilja þeir eftir minn- ingar og myndir frá samverutíðinni — misjafnar minningar og breyti- legar myndir, ef til vill, en minning- ar og myndir samt, sem í flestum tilfellum gjöra lífið margbreytilegra og auðugra. Brosin þeirra, hlýju handtökin þeirra, einlægnin þeirra, iðjusemi þeirra og umhyggja, vonir þein-a og ástríki, — hæfileikar þeirra og hugsanir, — alt eru það myndir, eða minningar, sem ástvin- ir þeirra, vinir og samferða menn geyma í hjárta sínu, en sem er meiri vandi en vegsemd að draga á Pappír svo vel fari. Myndirnar, eða minningarnar um séra Jónas, sem eg dreg hér á blaðið, verða að sjálfsögðu ófull- komnar og sundur slitnar. Fyrst vegna þess, að eg gjöri ekki tilkall til að vera listarinnar þjónn. í öðru lagi fyrir þá sök, að eg þekti séra Jónas ekki fyr en hann var kominn yfir þrítugsaldur og orðinn þjónandi prestur í íslenzku bygðinni í Norð- ur-Dakota. Mér er því ekki kunn- ugt um æskuár hans, þar eð við ólumst upp sinn í hvorum lands- fjórðungi á íslandi. En af síðari viðkynningu veit eg, að æskuár hans hafa verið sólrík af vonum, brennandi af áhuga og full eftir- væntingar þeirra hluta, sem liin unga en þróttmikla sál hans þráði. Æskuárin er þýðingarmesta tíma- bilið í lífi allra manna, því það er þá, sem að rnenn mótast fyrir alt lífið. Það er þá, sem að hugurinn vaknar til sjálfstæðra skoðana. Það er þá, sem andinn leitar “upp yfir fjöllin háu”, eða felur sig niður í dalbotni; og það er þá, sem hinn ungi maður grundvallar lífsskoð- anir sínar, sem aldrei framar skilja við hann, þó þær kunni að breytast. Áhrif þessi á æskuna, eru eðlilega mismunandi, og fara eftir mening- arstigi fciks þess, sem æskumaður- inn elst upp með, hans eigin upp- lagi, skilningi, áhuga og umhverfi. Séra Jónas var einn þessara bráðþroska íslendinga, og þroska- þrá hans hefir víst verið styrkt á allar lundir. Mynndirnar, sem æsku- árin settu á hann, voru svo skýrar og fastar, áð það var ekkert til, sem gat afmáð þær, annað en dauðinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.