Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1933, Blaðsíða 106

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1933, Blaðsíða 106
82 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISPÉLAGS ÍSLENDINGA I sambandi við ofanskráða skýrslu g-at séra Jónas A. Sigurðsson þess, að 89 börn hefðu notið kenslu í islenzku á þessu ári, og að níu þeirra ættu aðeins annað foreldri íslenzkt. Þá var lögð fram skýrsla frá deild. “Fjallkonan” í Wynyard, sem fylgir: Wynyard, 18. febr. 1933. Dr. Rögnvaldur Pétursson, Ritari Þjóðræknisfélags íslendinga í Vesturheimi. Kæri Dr. Rögnvaldur: Jafnframt og þjóðræknisdeildin hér, Fjallkonan, sendir Þjóðræknisfélags þing- inu hugheilar óskir, um góða samvinnu, og góðan árangur af starfi sínu, virðist ekki úr leið, að minnast með örfáum orðum starfs deildarinnar á síðasta ári, þó lítið sé. Siðastliðinn vetur gekst deildin fyrir þvi, að veita börnum tilsögn í íslenzku á laugardögum. Nokkuð stór hópur barna hagnýtti sér kensluna, fyrst eftir að starfið hófst, en þó virtist áhuginn fremur þverra, þegar á leið. A sumardaginn fyrsta stofnaði deild- in til samkomu. Ungmennin, er notið höfðu tilsagnar í íslenzku um veturinn, voru aðal þátttakendur á skemtiskránni, og munu þau hafa verið um 40—50. Fór þar fram upplestur, framsögn, söngur, smáleikur, og fleira, og alt á íslenzku. Var gerður hinn bezti rómur að samkom- unni, og má fullyrða, að í alla staði tókst hún sæmilega. Fundir hafa verið færri á árinu en vanalega, enda hefir deildina skort fé til að hafa nokkur stórræði með höndum. Má telja Islendingadags hátíðarhaldið stærsta atburðinn í sögu deildarinnar á árinu. 1 því sambandi ber deildinni að þaklca séra Ragnari E. Kvaran, fyrir þá ágætu aðstoð, er hann veitti okkur til að gera Islendingadaginn sem bezt úr garði. Flutti hann ágætt erindi fyrir minni Is- lands á hátíðinni, og auk þess aðstoðaði hann nefndina á margan hátt, þó sérstak- lega í sambandi við söngæfingar. Enn fremur flutti séra Ragnar E. Kvaran hér fróðlegan og skemtilegan fyrirlestur, undir umsjón deildarinnar, er hann nefndi “Hinar róttækari þjóðmálastefnur”. Var fyrirlesturinn tiltölulega fjölsóttur og gerður að honum hinn bezti rómur. Fyr- ir alt þetta vill deildin þakka séra Ragn- ari, og yfir höfuð fyrir ágæta aðstoð í hvívetna. Enn fremur er deildinni skylt að þakka þeim hjónum, Mr. og Mrs. B. Hjálmar- son, fyrir aðstoð þá, er þau veittu deild- inni í sambancfi við Islendingadaginn. Flutti Björn þar ágætt erindi, og Mrs. Hjálmarson hafði söngstjórn á hendi, og tókst prýðilega. Nokkuð munu félagar hafa tapað töl- unni á árinu. Á fundi er deildin hélt þ. 11. þ.m., sýndi gjaldkeri, að aðeins 20 hefðu borgað gjald sitt árið sem leið. Er það áreiðanlega mest að kenna hinum afar-örðugu tímum. Þó mundu fleiri hafa ráð á að leggja til sinn dollar, en gera, ef áhuginn væri nógur. Nokkru fé hefir verið varið til bóka- kaupa og bókbands á árinu. Hefir nú deildin töluvert álitlegt bókasafn, um 700—800 bindí, og hafa félagar aðgang að bókunum ókeypis. Samkomu hélt deildin hér nýlega. Fóru þar fram kappræður meðal fjögra ungra manna. Er það ofurlítið sýnis- horn, að þó dauft sé hér félagslífið, erum við þó ekki aldauða. Með vinsemd og virðingu, Jón Jóhannsson. Næst fylgdi skýrsla deild. “Frón”, Winnipeg: Skýrsla deildarinnar “Frón”— Til stjórnarnefndar Þjóðræknisfélags Islendinga í Vesturheimi. á þingi 22. febr. 1933, í Winnipeg. Deildin “Frón” hefir haft átta opna fundi á árinu, er flestir hafa verið vel sóttir, og sumir þeirra ágætlega vel sótt- ir. Erindi hafa verið flutt á flestum þessum opnu fundum; hafa þau verið bæði í senn, fræðandi og skemtandi. Þeir sem hafa sýnt deildinni þá góðvild, að flytja erindi á fundum hennar, er séra Rögnv. Pétursson, séra Ragnar E. Kvaran, séra Rúnólfur Marteinsson, Dr. Sig. Júl. Jóhannesson, Dr. M. B. Hall- dórsson, Próf. Jóhann G. Jóhannsson, og Guðm. Eyford. Einnig hefir Mrs. H. Helgason sýnt framúrskarandi vilja og dugnað í því að skemta á fundum með hljóðfæraslætti. Mrs. Hope hefir sungið einsöngva og ýmsir fleiri skemt með
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.