Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1933, Blaðsíða 45
BOY BURNS
25
hefði Boy í námunni sem nokkurs
konar spæjara til að segja sér,
hvað verkamennirnir töluðu' um
hann (Cormigan) á bak. Og oft
og mörgum sinnum lét Killam sér
það um munn fara, að annarhvor
þeirra — hann eða Boy — yrði að
fara burt úr námunni áður en árið
væri á enda. í stuttu máli: þá leit
helzt út fyrir að Killam væri það
óbærilegt kvalræði, að unigangast
piltinn, hvernig sem á því stóð.
En herra Cormigan vissi, fyrst
framan af, alls ekki neitt um þessa
framkomu verkstjórans gagnvart
Boy; því að herra Cormigan bjó
inni í bænum Port Mulgrave og
kom ekki út í námuna, nema endr-
um og sinnu'm, og tafði þar sjaldan
lengur en einn eða tvo klukkutíma
í senn. — En takið eftir! — Skamt
frá námunni, sem við unnum í, var
dálítill bjálkakofi, hálfur í jörðu,
þar sem geymdar voru tundurpíp-
ur, kveiki-spýtur og púður, sem
notað var til að sprengja með
klöppina. Hurðin á kofanum var
járnrekin og læsingin traust. Og
enginn fór inn í þenna kofa, nema
maðurinn, sem sá um sprenging-
arnar. Og hann skildi aldrei við
dyi-nar ólæstar. En svo bar við eitt
kvöld — í fyrra liaust — rétt í því,
að námumenirnir voru að ganga
heim frá vinnunni, að bjálkakofinn
sprakk í loft upp. Og þótti það
kynlegt tilfelli, því að enginn eldur
var þar nálægt og kofinn hafði
ekki verið opnaður þann dag. Eins
þið getið nærri, þá sló miklum
óbug á alla verkamennina við
þenna atburð. En Ben Killam
varð eins og vitstola. Hann æddi
um hamslaus með óskaplegum lát-
um og blótaði svo að öllum blöskr-
aði, sem heyrðu til hans. Hann
sagði að ekki væri u'm að villast,
hver framið hefði þetta ódáðaverk.
Það væri Boy. — Boy, og enginn
annar, væri valdur að sprenging-
unni, — og nú væri það fram kom-
ið, sem sig hefði lengi grunað, að
af þessum skrælingja mundi standa
mikið óhapp. Killam óð nú að Boy,
tók óþyrmilega í öxlina á honum,
og skipaði honum að játa sig sek-
an — sagði, að það væri þýðingar-
laust fyrir hann að þræta, því að
allir vissu, að hann hefði um dag-
inn unnið skamt frá kofanum. En
Boy sagöist vera saklaus. Hann
var stiltur, en alvarlegur, og notaði
þau fáu orð, sem hann ku'nni í
ensku, til þess að malda í móinn.
Allir, sem unnið höfðu með Boy
um daginn, báru það hiklaust fram,
að þeir hefðu aldrei séð hann koma.
nærri kofanum og aldrei séð hann
fara með eld, og sögðust vera þess
fullvissir, að hann væri ekki valdur
að sprengingunni. En Killam var
fastur við sinn keip og kvaðst
engra vitna þurfa við. Hann sagð-
ist aldrei skýldi hætta, fyr en Boy
væri búinn að játa það, að hann
hefði sprengt upp kofann. — Dag-
inn eftir kom herra Cormigan til
námu'nnar, og fékk hann undir
eins að vita, hvað fyrir hafði komið
kvöldið áður: að kofinn hefðl
sprungið í loft upp, og að Killam
kendi Boy um það. Herra Cormi-
gan sagðist trúa Því, að pilturinn
væri algjörlega saklaus af þeirri
ákæru, enda hefði honum ekki get-
að gengið neitt til þess að eyði-
leggja kofann, því að engan hag
hefði hann getað haft af því. —
“Og ekki var þessi piltur hér, þeg-
ar gamli geymslukofinn á hólnum