Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1933, Blaðsíða 32
12
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
hafa þar togast á: annars vegar
tilhneigingin til að samræma staf-
setninguna framburði, reyna að
skrifa eins og maður talar (Konráð
Gíslason); hins vegar hefTr verið
íliald, trygð við fornar venjur, og
á þann veg er liin núverandi lög-
boðna stafsetning, sett af mönnum,
sem vísvitandi vilja fyrna stafsetn-
inguna og færa hana nær uppruna,
til þess að reyna að brúa bilið, sem
orðið er á milli forns máls og nýs.
En hvorri stefnunni sem menn til-
heyra, ættu menn að ku'nna að
meta lijálp þá, sem hljóðfræðin
veitir, sem meðal til marks. Þó er
ekki laust við, að ílialdsmenn um
stafsetningu hafi stundum ímugust
á að vita rétt um framburð. En
það er hin mesta skammsýni.
Ef þeim hugkvæmdist — eða
kannske ef þeir þyrðu — að rekja
þráð hugsunar sinnar til enda, þá
ættu þeir ekki síður að leggjast á
móti nýjungum í framburði, en
þeir berjast á móti nýrri stafsetn-
ingu. Manni virtist að þeir ættu
ekki síður að banna það með lög-
um, að nokkur (lærður) maður
segði t. d. söður f. suður, en að
menn skrifuðu! Eisteinn f. Eysteinn.
En hvernig verður barist gegn
venjum, sem menn ekki þekkja til
hlítar?
III.
Eg hefi nú reynt að benda á við-
fangsefni, sem bíða lausnar á sviði
íslenzkrar málfræði. Og mér kæmi
það ekki á óvart, þótt allmargir
lesendur spyrðu, hvaða gagn væri
að því að vera að benda á þetta,
það sé alt verkefni, sem Vestur-
íslendingar hafi engin tök á að
leysa. Og það er satt, að vísu,
margt af þessu geta Vestur-íslend-
ingar ekki fengist við, eins og t.d.
orðasöfnun úr handritum heima á
Landsbókasafninu í Reykjavíík.
Eigi að síður liafa þeir stórt svið
opið til athugunar, svið, sem þeim
er afmarkað, og alt undir þeim
sjálfum komið, hvort nokkumtíma
verður unnið eða ekki. Það er í
stuttu máli lýsing á þeirra eigin
máli. Sá kapítuli í sögu íslenzkrar
tungu, sem gerist í Vesturálfu
heirns, verður aldrei skrifaður nema
Vestur-íslendingar geri það sjálfir,
eða að minsta kosti styðji þann
mann með ráðum og dáð, er tæki
sér það fyrir hendur.
Eg skal strax skýra, hvað fyrir
mér vakir. Eg vil að rnenn hefjist
handa um oröasöfnun úr vestur-
íslenzku máli. Orðasöfnun er að
vísu ekki auðvelt verk, ef vel á að
vinna, en það er þó svo einfalt, að
nærfelt hver maður með nieðal-
geind getur unnið nytsamt verk á
því sviði, og æfing mundi fljótt
ltenna þeim, er við orðasöfnun
fengist, að bæta söfnunaraðferðir
sínar. Eg skal hér aðeins drepa á
helztu atriði sem menn verða að
hafa í liuga er menn ráðast í orða-
söfnun.
Þau orð, sem maður fyrst af öllu
tekur eftir, eru sjaldgæf orð, orð
sem maður hefir ekki heyrt fyr.
Er sjálfsagt að taka þau og skrifa
niður manninn sem sagði þau og
heimili hans, eða staðinn þar sem
maður heyrði orðið. Venjulega
heyrir maður ekki mikið Uf sjald-
gæfum orðum á stað, þar sem
maður er fæddur og uppalinn. En
flytji maður í nýtt pláss, koma