Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1933, Blaðsíða 67
SÉRA JÓNAS A. SIGURÐSSON
47
dreifingunni í Vesturheimi, að halda
sér fast við og saman um menn-
ingararf feðra sinna. Sjálfur var
hann, eins og þeir, sprottinn upp úr
íalenzkum jarðvegi. í æsku hafði
hann hlustað á nið hafsins, vakað
um sólbjartar sumarnætur, hlýtt á
hörpuslátt stormsins, dreymt “í
friðsælu dalanna skauti”, og hlust-
að á svanasönginn uppi á heiðum
íslands. Og alt voru það lexíur í
lífi hans ógleymanlegar og sílif-
andi. Og hann hafði lært meira,—
hann hafði, eins og Matthías, “þekt
marga háa sál.” Hann hafði “lært
bækur og tungumál, og setið við
listalindir.” Og hann var búinn að
læra og skilja til hlítar, að enginn
kendi lionum sannari lífsfræði, né
heldur gaf lionum fegurri myndir,
en móöirin íslenzka. Við fætur
hennar nam hann “ástkæra, ylhýra
málið”, sem hann kunni svo vel að
beita; þar komst liann líka í náið
samband við mannvit, lífsreynslu,
drengskap og dáð forfeöra sinna og
frænda, og hann fann að sú þekk-
ing var honum hollari, en óskyldur
og aðfenginn auður, og það sam-
band eðlilegra en nokkur önnur
sambönd; og perlurnar, sem hann
kom með að landi, eftir að hafa
kafað í þeirri andans auðlegð, voru
sízt óverðmætari en þær, sem
dregnar voru að úr öðrum áttum.
-—Með þessa rótgrónu fullvissu í
huga og hjarta, lagði hann sig all-
an fram til að benda löndum sínuifi
í Vesturheimi á hana, og fá þá til
að leggja rækt við feðraarfinn ís-
lenzka, ekki aðeins fyrir metnaðar-
sakir, — þó metnaður, innan vissra
vébanda, geti verið góður, þá vana-
iegast leiðir hann til öfgva og
ógæfu, — lieldur vegna þess, að
það var eina taugin, sem haldið
gat þeim saman í dreifingunni og
gat verið þeim vörn gegn hugsun-
arleysi og hégóma sjálfra þeirra og
ágangi annara. Honum hrylti við að
horfa fram á þjóðernislega sundr-
ung meðal þeirra, sem hann sá að
hlyti að hafa spillandi áhrif á þá
sjálfa og eyðileggja öll áhrif þeirra
sem sérstaks mannflokks, og að
síðustu steypa þeim týndum og
töpuöum í þjóðariðuna marglitu,
sem umkringdi þá, löngu áður en
þörf krefðist. Því slysi vildi séra
Jónas afstýra í lengstu lög, og
barðist djarflega fyrir þein’i skoð-
un sinni og því, að íslendingar í
hugsunarleysi hröpuðu ekki fyi'ir
þann ætternisstapa.
í Þjóðræknisfélagi íslendinga í
Vesturheimi var hann einhuga og
ótrauður starfsmaður. Hann var
forseti þess aftur og aftur, og í
því embætti var hann þegar að
kallið kom, og er þar því skarð
fyrir skildi, eins og víðar, við frá-
fall hans. — Aðra þjóðræknisstofn-
un bar séra Jónas einnig fyrir
brjósti. Það var Jóns Bjarnasonar
skóli. í stjórn þess skóla átti hann
sæti í langa tíð, og beitti sér af al-
efli fyrir skólahugmyndina frá
fyi-stu, og studdi skólann á allar
lundir , eftir að hann komst á fót.
Við fráfall séra Jónasar á skólinn i
bak að sjá ágætum málsvara og
einlægum vini.
Af því, sem að framan er sagt,
má sjá, að séra Jónas A. Sigurðs-
son hefir verið athafna- og kosta-
maður, og ætla mætti að það, sem
nú er talið, hafi verið næsta nóg
verk fyrir hvern meðalmann að
leysa af hendi. En það er enn