Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1933, Blaðsíða 71
SKÁLDIÐ ÞORBJÖRN BJARNARSON (ÞORSKABÍTUR)
51
leifsdóttir, bónda á Hæli í Flókadal,
Auðunssonar í Hrísum, Þorleifsson-
ar á Hofsstöðum, komin frá Jökla-
Helga, en sú ætt er fjölmenn og
merkileg. Bræðurnir Magnús Ás-
geirsson, hinn snjalli ljóðaþýðari,
ög Leifur s-kplasstjóri á Laugum eru
af þeirri ætt.
í ritdómi sínum um kvæðabók
skáldsins (Skírnir, 1917, bls. 220),
segir Benedikt Sveinsson, fyrver-
andi Alþingismaður og fróður í
þjóðlegum fræðum, hann “kynbor-
inn, kominn af Lofti ríka í beinan
karllegg.” Ættin var því hvorki
smá né ógáfuð, og ekki að furða
þó skáldgáfa kæmi fram í Þorska-
bít. Ólst hann upp í Reykholtsdal
í Borgarfirði og dvaldi þar næstum
samfleytt þar til hann fluttist vest-
ur um haf 1893. Hann dvaldi í
Winnipeg í fjögur ár, en fluttist
1897 suður til Pembina í Norður-
Dakota og átti þar heima til dauða-
dags, en hann andaðist eftir lang-
vinna sjúkdóms-baráttu 7. febrúar
1933. Eins og hann víkur stundum
að í bréfum sínum, var hann ekki
fær til skrifta vikum saman síðustu
árin, og með köflum sárþjáður; en
þó má enginn ætla, að hann hafi
verið að barma sér í skrifu'm til
vina sinna; þar hefi eg ekki getað
fundið neitt æðruorð.
Þorskabítur var með öllu óskóla-
genginn, en ágætlega sjálfmentað-
Ur, eins og fleiri alþýðumenn ís-
lenzkir; “var hugur hans víðförull
°g víðsýnn,'sí-leitandi og sólginn í
fróðleik,” segir Blöndahl, er þekti
skáldið vel persónulega, í grein
sinni um liann. Kvæði hans bera
orækt vitni hinu sama, og eins bréf
hans. Það er fagnaðarhreimur í
frásögunni þegar hann getur um
það, að honum hafi bæzt í búið
góðar bækur. Á hinn bóginn skrif-
ar hann í öðru bréfi á þessa leið:
“Engin rit hafa komið að heiman á
þessu ári, nema “Eimreiðin”. Og
síikna eg þess mjög, því íslenzku
bækurnar eru mitt aðal sálarfóð-
ur.” Kemur þetta heim við eftir-
farandi ummæli Blöndahls: “Hann
hafði umsjón með góðu bókasafni,
er íslendingar í Pembina áttu, og
stóð fyrir það betur að vígi um
bókakost en ella. Auðnaðist honum
þannig að komast yfir mikla þekk-
ingu um æfina.” Til frekari fróð-
leiks má geta þess, að í ritgerð
sinni um íslendinga í Pembina
(Almanak O. S. Thorgeirssonar,
1921) telur Þorskabítur bókasafn
þeirra vera full sex hundruð bindi;
en óhætt mun mega ætla, að eitt-
hvað hafi það stækkað á liðnum
tólf árum, enda þótt farið væri þá
mjög að dofna yfir íslenzku félags-
lífi þar í bygð, einkum sökum hrað-
vaxandi mannfæðar íslendinga á
þeim slóðum. Ekki mun heldur
þurfa að draga í efa, að Þorskabít-
ur hafi seilst eftir fróðleik í rit á
ensku máli, sem hann náði til;
nefnir hann stundum í bréfum sín-
um nýjustu bækur af því tæi, sem
hann hafði komist höndum yfir.
Kunnugt er mér einnig um, að vinir
skáldsins sendu honum stundum
til glaðnings ný útkomnar bækur
amerískar, ekki sízt Dr. C. H.Thord-
arson, hugvitsmaðurinn snjalli í
Chicago, er reyndist Þorskabít,
þegar mest reið á, hinn höfðing-
lyndasti bjargvættur; fleiri mætti
einnig nefna, sem árlega sýndu
skáldinu aldurhnigna einhvern vott