Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1933, Blaðsíða 73
SKÁLDIÐ ÞORBJÖRN BJARNARSON (ÞORSKABÍTUR)
53
fyr greinir, þó fæddur væri hann
sunnanlands. Var bókinni vel tek-
ið af ljóðavinum og dómar um hana
vinsamlegir. Dr. Valtýr Guðmunds-
son hóf ritdóm sinn um hana á
þessa leið (Eimreiðin, I, 1916):
“Hann þarf ekkert að óttast,
liann Þorskabítur (sbr. “Til lesar-
ans” framan við bókina), þeir
verða ekki harðir dómarnir um
þessi Ijóðmæli hans. Og það af
þeirri einföldu ástæðu, að Ijóðmæl-
in eru yfirleitt svo góð, að þau eiga
lof skilið, en ekki last. í rauninni
hera þau þess ekki merki, að þau
séu eftir óskólagenginn alþýðu-
mann, sem þó sagt er, að þau séu,
þótt ekki sé nafnsins látið getið.
En hver sem höf. kann að vera og
livort sem hann hefir í nokkurn
skóla gengið eða eigi, þá sýna
kvæði hans, að hann hefir aflað
sér all-víðtækrar mentunar, auk
þess sem hann er vitsmaður að
náttúrufari. Og ekki er það nein-
um heiglum hent, að keppa við
hann í meðferð íslenzkrar tungu.
Hún er lijá honum kröftug og ó-
menguð, enda rímlistin svo mikil,
að hann getur sett fram hugsanir
sínar ljóst og greinilega án þess
að misbjóða henni í neinu, þó oft
sé all-dýrt kveðið.. Það getur átt
við hann sjálfan, er hann (bls. 98)
kveður:
“Yrkið þitt er andlegt stál
— ekkert hugsun þvingar —
óafbakað íslenzkt mál,
engir vanskapningar.”
Ritdómarinn finnur svo orðum
sínum stað með mörgum tilvitn-
unum úr kvæðum skáldsins og
lýkur máli sínum með því, að segja,
að Vestur-íslendingar geti verið
stoltir af honum. Benedikt Sveins-
son ritaði einnig mjög lilýlega um
bókina, í dómi þeim í Skírni, sem
að ofan var vitnað í, og verður
vikið að honum síðar. Sýna um-
mæli þessi greinilega, að ljóðasafn
Þorskabíts hefir ekki farið fyrir
neðan garð lijá merkum og smekk-
vísum íslendingum utan Ameríku,
og mátti hann vel una við slíkar
viðtökur.
Eftir að prentuð var þessi ljóða-
bók hans, birtist þó margt af kvæð-
um hans víðsvegar, einkum í
Heimskringlu og Lögbergi, Tímariti
Þjóðræknisfélagsins og Sögu Þor-
steins Þ. Þorsteinssonar. Hafa flest
þeirra, og, að því er eg bezt veit,
öll hin merkari, verið til greina
tekin við samningu þessarar rit-
gerðar; skal það einnig tekið fram,
að sé eigi tilgreint rit, sem eitthvert
kvæði hafi verið prentað í, þá er
það að finna í kvæðabók skáldsins.
í handritum mun einnig eitthvað
vera af óprentuðum ljóðum skálds-
ins og kvæðabrotum, sem eru í
vörzlum C. H. Thordarsonar. Veit
eg t. d. að Þorskabítur hafði í
smíðum kvæði um Hallgerði Hösk-
uldsdóttur og fór liann þesstum orð-
um um efni þess í einu bréfa sinna:
“Eg hefi alla tíð dregið taum Hall-
gerðar og er eiginlega í nöp við
höfund Njálssögu fyrir auðsjáanlega
hlutdrægni lians í efni því, eem
snertir þessa miklu konu en ógæfu-
sömu, sem enginn (nema S. Breið-
fjörð) hefir þorað að skjóta skildi
fyrir.” Benda þau ummæli greini-
lega til þess, hver orðið hefði af-
staða skáldsins til Hallgerðar; en
fjarri fer því, að höfundúr hafi
staðið einn uppi með þá skoðun
sína. 1 sömu átt fer hin fróðlega