Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1933, Blaðsíða 66
46
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
að lieilsa hans leyfði. Við þessari
áskorun varð séra Jónas og kom
fyrst austur til reynslu. Breytingin
virtist gjöra honum gott. Heilsan
hrestist og tók hann köllun til safn-
aðanna, eða íslenzku bygðanna,
sem liggja út frá þorpinu Church-
bridge í Saskatchewan, og flutti
þangað alfarinn, ásamt fjölskyldu
sinni, árið 1918. Hjá þeim söfnuð-
um var hann þjónandi prestur í níu
ár og var þar vel metinn og undi
sér hið bezta.
Nokkrum árum eftir að séra
Jónas kom austur til safnaðanna í
Saskatchewan, varð hann fyrir því
mótlæti að missa son sinn efniegan
og uppkominn, er Torfi hét, er varð
eftir vestur á Kyrrahafsströnd, er
faðir hans og fjölskyldan fór aust-
ur, sökum þess, að hann hafði góða
atvinnu þar vestra. Að öðru leyti
leið honum ágætlega vel hjá söfn-
uðum sínum í Saskatchewan.
Árið 1927 lét séra N. Steingrímur
Thorláksson af prestsþjónustu hjá
íslenzka söfnuðinum í Selkirk í
Manitoba, á sjötugs afmæli sínu.
Sendi þá sá söfnuður séra Jónasi
prestsköllun, og tók hann lienni,
ekki fyrir þá sök, sagði hann mér
sjálfur, að hann væri á neinn hátt
óánægður lijá söfnuðum sínum í
Saskatchewa'n, heldur fyrir þá
skuld, að hann þráði hægra presta-
kall — minni vetrarferðir í köldum
veðrum og misjöfnum brautum.
Til Selkirk flutti séra Jónas þá um
sumarið og þjónaði þeim söfnuði
til dauöadags.
Eg hefi nú stuttlega skýrt frá
starfi séra Jónasar sem prests, en
þó er saga lians ekki hálfsögð, því
þó hæfileilcar lians og atgjörvi skip-
uðu honum tvímælalaust leiðtoga-
sæti innan kirkjunnar, þá var hann
það ekki síður utan hennar. Ekk-
ert velferðarmál safnaðafólks hans
— jafnvel ekkert velferðarmál
sveitafélaga þeirra, sem að verka-
hringur hans náði til, var honum
óviðkomandi, og hann var ótrauður
til vinnu og framkvæmda — gat
aldrei verið öðruvísi en starfandi,
og hvar sem hann fór, bar starf
hans mikinn og farsælan ávöxt,
því hann sá manna skýrast hvað að
var, hvað gjöra þurfti til þess að
laga það, og gekk svo að því
með alvöruþrunginni einlægni og
fórnfúsum vilja, og á þann hátt
leiddi hann og laðaöi menn inn á
brautir, sem hann vildi fara. Hann
var viðmótsgóður maður, hver sem
í hlut átti, skemtilegur í viöræðum,
fróður, því liann las manna mest
og bezt fræðibækur og blöð, og svo
bjartsýnn, að hann sá sól og sumar
bak við hvert einasta myrkveðurs-
ský. Hann var ávalt sólarmegin í
öllu sínu starfi, og þarf sízt að
furða, þó áhrif verka hans yi’ðu
mikil og safnaðarfólk lians treysti
°g fylgdi honum og virti hann.
Það geta víst ekki verið deildar
meiningar um það, að aðal lífsstarf
séra Jónasar var hið kirkjulega
starf hans. En áhrif hans og at-
orka náði lengra — náði út fyrir
kirkjuveggina, — út fyrir söfnuöi
lians, út til allra íslendinga, ekki
einasta í Ameríku, heldur hvar í
heimi sem þeir voru. Hann var
einn af aðal merkisberum íslenzks
þjóðernis í Vesturheimi. Þjóðern-
ismálið var honum heilagt mál, og
hann skildi manna bezt hvaða þýð-
ingu það hafði fyrir landa hans í
\