Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1933, Blaðsíða 108
84
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
að ganga frá starfi sínu. Var frestur
veittur.
Lá nú fyrir 6. liður á dagskrá, um
kveðjusendingu þingsins. Séra Ragnar
E. Kvaran bar fram tillögu, er Asgeir
I. Blöndahl studdi, að forseti skipi 3ja
manna nefnd, til þess að semja slíkar
kveðjur. Samþykt.
tJtbreiðslumál:
Forseti gat þess, að stjómarnefndin
hefði ekki getað sint því máli mikið á
árinu. Taldi þó til þess liggja brýna
nauðsyn, því nú hefðu Islendingar meiri
þörf á að standa saman, en nokkru
sinni fyr. Sagði forseti nú komið að
þeim þætti í ísl. félagsmálum hér
vestra, að annað hvort yrðu Islendingar
að vinna saman um þau, eða félagslíf
þeirra liði undir lok.
G. P. Magnússon gerði tillögu, er Ari
Magnússon studdi, að forseti skipi 5
manna nefnd í málið. Samþykt.
Skipaðir í nefndina:
Séra Ragnar E. Kvaran.
Asm. P. Jóhannsson.
Mrs. Matth. Friðriksson.
Séra Jónas A. Sigurðsson.
Guðm. Eyford.
Baðst séra Ragnar E. Kvaran undan
útnefningu og setti forseti I hans stað
séra Guðm. Arnason.
Fjármál:
Séra Ragnar E. Kvaran gerði tillögu,
er séra Guðm. Amason studdi, að for-
seti skipi 5 manna fjármálanefnd. —
Samþykt.
Skipaðir voru:
Arni Eggertsson.
Asm. P. Jóhannsson.
Bjarni Dalmann.
Mrs. Halldóra Gíslason.
Jón Einarsson.
Fræðslumál:
Séra Guðm. Arnason gerði tillögu, er
Mrs. Byron studdi, að forseti skipi 3ja
manna fræðslumálanefnd. Samþykt.
I nefndina skipaðir:
Séra Guðm. Amason.
Ragnar Stefánsson.
Guðm. Eyford.
Iþróttamál:
Tillaga frá Mrs. Ragnheiði Davíðsson,
er Mrs. Byron studdi, að forseti skipi
3ja manna nefnd í málið. Samþykt.
1 nefndina voru skipuð:
Carl Thorlaksson.
Jónas Jóhannesson.
Mrs. Ragnheiður Davíðsson.
Samvinnumál:
Séra Guðm. Arnason gerði tillögu, er
Asgeir I. Blöndahl studdi, að forseti
skipi 5 manna nefnd í málið. Samþykt.
I nefndina voru skipuð:
Séra Ragnar E. Kvaran.
Dr. Rögnv. Pétursson.
Mrs. Jakob Kristjánsson.
Séra Jónas A. Sigurðsson.
Stefán Einarsson.
tJtgáfa Tímaritsins: ...................
Bergþór E. Johnson gerði tillögu, er
Ásgeir I. Blöndahl studdi, að forseti
skipi 3ja manna nefnd i Tímarits-málið.
—Samþykt.
Skipaðir i nefndina:
Bergþór E. Johnson.
Séra Guðm. Árnason.
Ásm. P. Jóhannsson.
Sjóðstofnanir.
Séra Guðm. Árnason gerði tillögu, er
Asm. P. Jóhannsson studdi, að forseti
skipi 3ja manna nefnd í Málið. — Sam-
þykt.
I nefndina voru skipaðir:
G .P. Magnússon.
Jón Ásgeirsson.
Guðm. Eyford.
Bókasafnsmál:
Séra Ragnar E. Kvaran gerði til-
lögu, er Ásgeir I. Blöndahl studdi, að
skipuð sé 3ja manna Bókasafns-nefnd.
Skipaðir voru:
Bergþór E. Johnson.
G. P. Magnússon.
Jónas Þórðarson.
Ný Mál:
Forseti vakti máls á því, að Norð-
menn og aðrir Skandinavar í Banda-
ríkjum hefðu áformað að reisa Leifi Ei-
rikssyni minnisvarða næsta sumar.
Kvað þá hafa leitað styrks i Bandaríkj-
unum og Noregi til stuðnings þessu
máli. Islendingar í Chicago komið sér
saman um, að taka þátt i þessu starfi,
og á síðastl. vetri hefði hr. Árni Helgason,
frá Chicago, átt tal við stjórnamefnd
Þjóðræknisfélagsins um þetta efni. Leit
nefndin svo á, að viðeigandi væri að hún
legði málið fyrir þetta þing.